Enski boltinn

Gardner tryggði Birmingham farseðilinn á Wembley

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Craig Gardner tryggði Birmingham farseðilinn á Wembley með marki á 94. mínútu og er þetta í fyrsta sinn í 55 ár þar sem Birmingham leikur til úrslita.
Craig Gardner tryggði Birmingham farseðilinn á Wembley með marki á 94. mínútu og er þetta í fyrsta sinn í 55 ár þar sem Birmingham leikur til úrslita. Nordic Photos/Getty Images

Birmingham mætir Arsenal í úrslitum enska deildabikarsins í fótbolta eftir 3-1 sigur gegn West Ham á heimavelli í kvöld. Úrslitin réðust í framlengingu þar sem að fyrri leikurinn endaði 2-1 fyrir West Ham. Craig Gardner tryggði Birmingham farseðilinn á Wembley með marki á 94. mínútu og er þetta í fyrsta sinn í 55 ár þar sem Birmingham leikur til úrslita.

Carlton Cole skoraði fyrsta mark leiksins á 31. Mínútu fyrir West Ham og Avram Grant knattspyrnustjóri liðsins var eflaust vongóður um að komast í úrslitaleikinn á þeim tíma. Alex McLeish knattspyrnustjóri Birmingham setti hinn 2 metra háa serbneska framherja Nikola Zigic í framlínuna í síðari hálfleik. Zigic breytti leik heimamanna til hins betra og varnarmenn West Ham áttu í tómu basli með hann.

Lee Bowyer jafnaði metin fyrir Birmingham á 59. mínútu og Roger Johnson kom liðinu yfir 11 mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Birmingham lék síðast á Wembley í úrslitum bikarkeppninnar árið 1956 þegar liðið tapaði gegn Manchester City.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×