Fótbolti

Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný Brynjarsdóttir í leik með Val.
Dagný Brynjarsdóttir í leik með Val.
Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í Florida State töpuðu 0-3 á móti Stanford í undanúrslitaleik bandaríska háskólafótboltans í nótt en Stanford mætir Duke í úrslitaleiknum.

Dagný er leikmaður Vals og íslenska landsliðsins og hún er á sínu fyrsta ári með Florida State. Dagný kláraði ekki tímabilið með Valsliðinu þar sem hún þurfti að fara út í ágúst þegar skólinn byrjaði.

Florida State byrjaði leikinn mjög vel á móti Stanford og var betra liðið fyrstu tuttugu mínúturnar eða þar til að Stanford skoraði tvö mörk með skömmu millibili og tók í framhaldinu völdin á vellinum.  

Dagný lék fyrstu 82 mínúturnar í leiknum og átti eitt skot á markið sem kom á 16. mínútu í stöðunni 0-0. Hún skoraði 5 mörk og gaf 3 stoðsendingar í 21 leik með Florida State á tímabilinu.

Duke vann 4-1 sigur á Wake Forest í hinum undanúrslitaleiknum og úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×