Börn verða að læra að fara með peninga 10. september 2011 07:00 Stór hluti Íslendinga er illa að sér í fjármálalæsi, að sögn sérfræðingsins Adele Atkinson. Fréttablaðið/Vilhelm „Fólk sem tekur lán til að greiða upp eldri lán er ekki með stjórn á fjármálum sínum. Þetta virðist algengt hér á landi,“ segir dr. Adele Atkinson, sérfræðingur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hún leggur áherslu á að foreldrar fræði börn sín um notkun peninga. Ekki eigi að hræða börnin, svo sem með fjárhagsvanda foreldra. Börnin eigi að læra að hlutir kosti sitt og að stundum verði að leggja fyrir til að eiga fyrir þeim. Atkinson hélt í gær erindi á ráðstefnu Stofnunar um fjármálalæsi um rannsókn sem hún var að ljúka um efnið og var gerð í tólf löndum. Þar kemur fram að Íslendingar vita yfirleitt ekki nema helminginn af því sem fólk á að vita um fjármál og að um fjörutíu prósent landsmanna taka lán til að greiða upp gamlar skuldir. Atkinson segir í samtali við Fréttablaðið nokkra þætti skýra ástæðu þess að sumir eru betri í fjármálalæsi en aðrir. Menntun skýri það að hluta. Margt bendir þó til að þetta eigi ekki við um tekjuhópa; þvert á móti virðist fólk með öruggar og góðar tekjur fylgjast síður með fjármálum sínum en tekjulágir. „Tekjulágir nota yfirleitt reiðufé fremur en greiðslukort. Ef þeir fá laun greidd inn á reikning í banka þá tekur fólkið hann út og flokkar eftir útgjaldaliðum. Þetta er einfalt og gott ráð enda fær fólk við það yfirsýn yfir fjármálin. Þeir sem eru með öruggar og traustar tekjur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að mánaðarlaunin dugi ekki fyrir framfærslu,“ segir Atkinson. - jab Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
„Fólk sem tekur lán til að greiða upp eldri lán er ekki með stjórn á fjármálum sínum. Þetta virðist algengt hér á landi,“ segir dr. Adele Atkinson, sérfræðingur Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Hún leggur áherslu á að foreldrar fræði börn sín um notkun peninga. Ekki eigi að hræða börnin, svo sem með fjárhagsvanda foreldra. Börnin eigi að læra að hlutir kosti sitt og að stundum verði að leggja fyrir til að eiga fyrir þeim. Atkinson hélt í gær erindi á ráðstefnu Stofnunar um fjármálalæsi um rannsókn sem hún var að ljúka um efnið og var gerð í tólf löndum. Þar kemur fram að Íslendingar vita yfirleitt ekki nema helminginn af því sem fólk á að vita um fjármál og að um fjörutíu prósent landsmanna taka lán til að greiða upp gamlar skuldir. Atkinson segir í samtali við Fréttablaðið nokkra þætti skýra ástæðu þess að sumir eru betri í fjármálalæsi en aðrir. Menntun skýri það að hluta. Margt bendir þó til að þetta eigi ekki við um tekjuhópa; þvert á móti virðist fólk með öruggar og góðar tekjur fylgjast síður með fjármálum sínum en tekjulágir. „Tekjulágir nota yfirleitt reiðufé fremur en greiðslukort. Ef þeir fá laun greidd inn á reikning í banka þá tekur fólkið hann út og flokkar eftir útgjaldaliðum. Þetta er einfalt og gott ráð enda fær fólk við það yfirsýn yfir fjármálin. Þeir sem eru með öruggar og traustar tekjur þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að mánaðarlaunin dugi ekki fyrir framfærslu,“ segir Atkinson. - jab
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira