Enski boltinn

Wenger: Arteta hefur allt til að verða fullkominn Arsenal-leikmaður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikel Arteta í fyrsta leiknum með Arsenal í dag.
Mikel Arteta í fyrsta leiknum með Arsenal í dag. Mynd/AP
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, fagnaði langþráðum sigri í dag þegar Arsenal vann 1-0 heimasigur á nýliðum Swansea. Þetta var fyrsti sigur Arsenal í ensku úrsvalsdeildinni á þessu tímabili. Wenger setti nýju mennina Per Mertesacker og Mikel Arteta beint í byrjunarliðið sitt.

„Mikel Arteta er frábær leikmaður. Hann átti mjög góðan fyrri hálfleik eins og allt liðið. Hann stóð sig heilt yfir mjög vel og hann sýndi það að hann hefur allt til þess að vera fullkominn Arsenal-leikmaður," sagði Arsene Wenger og hann hrósaði líka Rússanum Andrei Arshavin sem skoraði sigurmarkið í leiknum.

„Andrea Arshavin er líka að komast í gott form og það sést vel á sjálfstraustinu hans og hvað hann gerir þegar hann fær boltann. Um leið og Alex Song og Gervinho koma til baka þá getum við rúllað á liðinu og það gefur okkur fleiri möguleika," sagði Wenger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×