Enski boltinn

Ömurlegu tímabili hjá Ireland lokið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Stephen Ireland.
Stephen Ireland.
Newcastle staðfesti í dag að miðjumaðurinn Stephen Ireland yrði ekki meira með á þessu tímabili þar sem hann er meiddur á ökkla.

Þar með lýkur ömurlega tímabili hjá Ireland. Hann fór upphaflega frá Man. City til Aston Villa þar sem hann fékk engin tækifæri.

Hann var í kjölfarið lánaður til Newcastle þar sem hann hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum. Í bæði skiptin kom hann af bekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×