Messi tryggði Barcelona sigur gegn tíu mönnum Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2011 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á erkifjendum sínum í Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Real-liðið lék manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Pepe fékk beint rautt spjald og í kjölfarið var Jose Mourinho, þjálfari liðsins, rekinn upp í stúku. Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína með því að skora tvö mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins en í seinna markinu labbaði hann í gegn vörn Real Madrid. Það stefnir því allt í að Barcelona og Manchester United mætist í úrslitaleiknum á Wembley en bæði lið fara heim með 2-0 forskot eftir flotta útisigra. Seinni leikirnir fara fram strax í næstu viku. Það var ljóst frá upphafi leiksins að Real Madrid liðið ætlaði að leyfa Barcelona að vera með boltann en reyna síðan að sækja hratt við hvert tækifæri. Barcelona-liðið tók hinsvegar enga áhættu heldur og voru alveg tilbúnir að dóla með boltann. Fyrir vikið var fyrri hálfleikurinn afar bragðdaufur. Barcelona-maðurinn David Villa fékk fyrsta færi leiksins á 11. mínútu þegar hann átti gott skot sem fór rétt framhjá marki Real Madrid. Xavi fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp í gegn á 25. mínútu eftir laglegan samleik við Lionel Messi en Iker Casillas varði frá honum. Cristinano Ronaldo komst næst því að skora hjá Real Madrid í hálfleiknum þegar Victor Valdes varði frá honum þrumuskot af löngu færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var oft við það að sjóða upp úr í fyrri hálfleiknum og það þurfti líka að ganga á milli liðanna á leið sinni til búningsklefa í hálfleik. Það var þó einkennandi fyrir þessi "uppþot" leikmanna að það var verið að gera mikið úr litlu sem engu. José Manuel Pinto, varamarkvörður Bracelona, nældi sé hinsvegar í rautt spjald í látunum í hálfleiknum og Barcelona var því varamarkvarðarlaust í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo komst í ágæta stöðu í teignum á 51. mínútu en Carles Puyol gerði vel í að loka á hann og komast að lokum fyrir skotið. Real Madrid varð fyrir miklu áfalli á 61. mínútu þegar Pepe fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Daniel Alves. Þetta var mjög harður dómur og Jose Mourinho var allt annað en sáttur. Portúgalski þjálfarinn var að lokum rekinn upp í stúku. Barcelona náði síðan að skora á 76. mínútu þegar Lionel Messi skoraði af stuttu færi eftir undirbúning frá varamanninum Ibrahim Afellay. Messi hóf sóknina en stakk sér síðan inn á teiginn og kom boltanum framhjá Iker Casillas. Lionel Messi innsiglaði sigurinn á 87. mínútu þegar hann labbaði í gegnum vörn Real og skoraði sitt 52. mark á tímabilinu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á erkifjendum sínum í Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Real-liðið lék manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Pepe fékk beint rautt spjald og í kjölfarið var Jose Mourinho, þjálfari liðsins, rekinn upp í stúku. Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína með því að skora tvö mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins en í seinna markinu labbaði hann í gegn vörn Real Madrid. Það stefnir því allt í að Barcelona og Manchester United mætist í úrslitaleiknum á Wembley en bæði lið fara heim með 2-0 forskot eftir flotta útisigra. Seinni leikirnir fara fram strax í næstu viku. Það var ljóst frá upphafi leiksins að Real Madrid liðið ætlaði að leyfa Barcelona að vera með boltann en reyna síðan að sækja hratt við hvert tækifæri. Barcelona-liðið tók hinsvegar enga áhættu heldur og voru alveg tilbúnir að dóla með boltann. Fyrir vikið var fyrri hálfleikurinn afar bragðdaufur. Barcelona-maðurinn David Villa fékk fyrsta færi leiksins á 11. mínútu þegar hann átti gott skot sem fór rétt framhjá marki Real Madrid. Xavi fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp í gegn á 25. mínútu eftir laglegan samleik við Lionel Messi en Iker Casillas varði frá honum. Cristinano Ronaldo komst næst því að skora hjá Real Madrid í hálfleiknum þegar Victor Valdes varði frá honum þrumuskot af löngu færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var oft við það að sjóða upp úr í fyrri hálfleiknum og það þurfti líka að ganga á milli liðanna á leið sinni til búningsklefa í hálfleik. Það var þó einkennandi fyrir þessi "uppþot" leikmanna að það var verið að gera mikið úr litlu sem engu. José Manuel Pinto, varamarkvörður Bracelona, nældi sé hinsvegar í rautt spjald í látunum í hálfleiknum og Barcelona var því varamarkvarðarlaust í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo komst í ágæta stöðu í teignum á 51. mínútu en Carles Puyol gerði vel í að loka á hann og komast að lokum fyrir skotið. Real Madrid varð fyrir miklu áfalli á 61. mínútu þegar Pepe fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Daniel Alves. Þetta var mjög harður dómur og Jose Mourinho var allt annað en sáttur. Portúgalski þjálfarinn var að lokum rekinn upp í stúku. Barcelona náði síðan að skora á 76. mínútu þegar Lionel Messi skoraði af stuttu færi eftir undirbúning frá varamanninum Ibrahim Afellay. Messi hóf sóknina en stakk sér síðan inn á teiginn og kom boltanum framhjá Iker Casillas. Lionel Messi innsiglaði sigurinn á 87. mínútu þegar hann labbaði í gegnum vörn Real og skoraði sitt 52. mark á tímabilinu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Fleiri fréttir Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Sjá meira