Selur sögufræga taflmenn til að borga erlent lán Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 23. mars 2011 00:01 Guðmundur G. Þórarinsson. „Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum," segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. Hann hefur látið uppboðsfyrirtækinu Philip Weiss í té sögufræga taflmenn sem honum áskotnaðist fyrir fjörutíu árum í afmælisgjöf en Guðmundur var forseti Skáksambandsins þegar þeir Spasskí og Fischer mættust í einvígi aldarinnar. Taflmennirnir og platan verða boðin upp 2. apríl ásamt öðrum sögufrægum hlutum en ekki liggur fyrir hversu mikill peningur fæst fyrir taflmennina. Víst þykir að nóg er af söfnurum sem hafa áhuga á munum tengdum Bobby Fischer og þessari sögufrægu rimmu stórveldanna í Reykjavík. Guðmundur segir ástæðuna fyrir því að hann lætur taflmennina frá sér ekki vera neitt sérstaklega góða. „Ég er með erlent lán eins og svo margir aðrir og var að leita leiða hvernig ég gæti klórað mig út úr því. Sonur minn kom þá með þessa uppástungu, af hverju ég seldi ekki þessa taflmenn. Hann fór í kjölfarið að leita leiða hvernig við gætum komið þeim í verð og hafði samband við Sotheby's en þeir selja víst ekki svona söfnunargripi. Þeir bentu okkur hins vegar á Philip Weiss í New York." Þriðja skákin var tefld inní bakherbergi Laugardalshallarinnar og þykir af þeim sökum nokkuð söguleg. Guðmundur segir auðvitað leitt að þessir munir skuli vera á leið út úr landi en hann hafi bara ekki átt annarra kosta völ. „Skákborðið og taflmennirnir sem þeir notuðu í Laugardalshöll eru auðvitað á Þjóðminjasafninu en þessir taflmenn hafa mjög merkilega sögu." Þannig var að Fischer vildi ekki tefla inni í Laugardalshöll eftir fyrstu skákina því honum fannst myndavélarnar trufla sig. Hann gaf því aðra skákina og einvígið var í hálfgerðu uppnámi. „Mönnum tókst að telja hann á að tefla þriðju skákina inni í bakherbergi Laugardalshallarinnar og þar voru þessir taflmenn notaðir. Þessi skák er því oft kölluð „The Legendary 3rd game" enda bjargaði hún einvíginu." Guðmundur fékk taflmennina og skákborðið í afmælisgjöf í október árið 1972. Og taflmennirnir hafa síðan þá verið inni í skáp hjá honum. Hann segist enn fá að minnsta kosti tvær til þrjár heimsóknir á ári frá erlendum sjónvarpsstöðvum sem vilja fjalla um einvígið. „Mér hefur alltaf fundist svolítið sorglegt hvað við Íslendingar gerum lítið úr þessum viðburði." Einvígi aldarinnar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Þetta eru taflmennirnir sem þeir Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu með í þriðju skákinni í einvíginu mikla árið 1972 ásamt skákplötu, áritaðri af þeim báðum," segir Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrum forseti Skáksambands Íslands. Hann hefur látið uppboðsfyrirtækinu Philip Weiss í té sögufræga taflmenn sem honum áskotnaðist fyrir fjörutíu árum í afmælisgjöf en Guðmundur var forseti Skáksambandsins þegar þeir Spasskí og Fischer mættust í einvígi aldarinnar. Taflmennirnir og platan verða boðin upp 2. apríl ásamt öðrum sögufrægum hlutum en ekki liggur fyrir hversu mikill peningur fæst fyrir taflmennina. Víst þykir að nóg er af söfnurum sem hafa áhuga á munum tengdum Bobby Fischer og þessari sögufrægu rimmu stórveldanna í Reykjavík. Guðmundur segir ástæðuna fyrir því að hann lætur taflmennina frá sér ekki vera neitt sérstaklega góða. „Ég er með erlent lán eins og svo margir aðrir og var að leita leiða hvernig ég gæti klórað mig út úr því. Sonur minn kom þá með þessa uppástungu, af hverju ég seldi ekki þessa taflmenn. Hann fór í kjölfarið að leita leiða hvernig við gætum komið þeim í verð og hafði samband við Sotheby's en þeir selja víst ekki svona söfnunargripi. Þeir bentu okkur hins vegar á Philip Weiss í New York." Þriðja skákin var tefld inní bakherbergi Laugardalshallarinnar og þykir af þeim sökum nokkuð söguleg. Guðmundur segir auðvitað leitt að þessir munir skuli vera á leið út úr landi en hann hafi bara ekki átt annarra kosta völ. „Skákborðið og taflmennirnir sem þeir notuðu í Laugardalshöll eru auðvitað á Þjóðminjasafninu en þessir taflmenn hafa mjög merkilega sögu." Þannig var að Fischer vildi ekki tefla inni í Laugardalshöll eftir fyrstu skákina því honum fannst myndavélarnar trufla sig. Hann gaf því aðra skákina og einvígið var í hálfgerðu uppnámi. „Mönnum tókst að telja hann á að tefla þriðju skákina inni í bakherbergi Laugardalshallarinnar og þar voru þessir taflmenn notaðir. Þessi skák er því oft kölluð „The Legendary 3rd game" enda bjargaði hún einvíginu." Guðmundur fékk taflmennina og skákborðið í afmælisgjöf í október árið 1972. Og taflmennirnir hafa síðan þá verið inni í skáp hjá honum. Hann segist enn fá að minnsta kosti tvær til þrjár heimsóknir á ári frá erlendum sjónvarpsstöðvum sem vilja fjalla um einvígið. „Mér hefur alltaf fundist svolítið sorglegt hvað við Íslendingar gerum lítið úr þessum viðburði."
Einvígi aldarinnar Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira