Spænska dagblaðið Marca staðhæfir í dag að varnarmaðurinn Pepe frá Portúgal hafi samþykkt nýjan samning við Real Madrid og að hann verði samningsbundinn félaginu til 2015.
Pepe kom til Real frá Porto í heimalandinu árið 2007 fyrir 30 milljónir evra en núverandi samningur hans rennur út á næsta ári.
Pepe er fæddur í Brasilíu en kom til Portúgals átján ára gamall. Hann fékk svo portúgalskan ríkisborgararétt í ágúst árið 2007 og hefur síðan þá leikið 30 leiki með landsliði Portúgals. Hann er 28 ára gamall.
Samkvæmt frétt Marca mun nýi samningurinn tryggja Pepe um fjórar milljónir evra í árslaun og að hann muni því meira en tvöfaldast í launum.
Pepe hjá Real til 2015
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn


Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti




Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld
Enski boltinn