Enski boltinn

Leeds mætir Manchester United í deildabikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nani fagnar marki í leik með Manchester United.
Nani fagnar marki í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Dregið var í þriðju umferð ensku deildabikarkeppninnar í dag og fær enska B-deildarliðið Leeds Englandsmeistara Manchester United í heimsókn.

Leeds og United eru gamlir erkifjendur í boltanum en skemmst er að minnast þess þegar Leeds, sem lék þá í C-deildinni, sló United úr leik í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í janúar 2010.

Fjögur úrvalsdeildareinvígi verða á dagskrá í umferðinni en núverandi meistari, Birmingham, þarf að hefja titilvörnina gegn Manchester City og það á útivelli.

Liverpool mætir Brighton á útivelli, Arsenal fær Shrewsbury í heimsókn og Chelsea mætir Fulham á heimavelli.

Leikirnir:

Cardiff City - Leicester City

Wolves - Millwall

Chelsea - Fulham

Aldershot Town eða Carlisle United - Rochdale

Arsenal - Shrewsbury Town

Burnley - MK Dons

Leeds United - Manchester United

Brighton - Liverpool

Nottingham Forest - Newcastle United

Manchester City - Birmingham City

Blackburn Rovers - Leyton Orient eða Bristol Rovers

Swindon Town eða Southampton - Charlton eða Preston North End

Everton - West Brom

Crystal Palace eða Wigan - Middlesbrough

Aston Villa - Bolton Wanderers

Stoke City - Tottenham Hotspur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×