Vítaspyrnudómur bjargaði Chelsea - Drogba sleginn í rot Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2011 16:03 Hér er Ruddy búinn að slá Drogba í rot en sá síðarnefndi féll harkalega til jarðar og var augljóslega meðvitunarlaus. Nordic Photos / Getty Images Chelsea vann 3-1 sigur á nýliðum Norwich á heimavelli í dag. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, var borinn meðvitundarlaus eftir að hafa verið óviljandi sleginn í rot af markverði Norwich. Leikurinn var í járnum lengi vel en Frank Lampard kom sínum mönnum í 2-1 forystu á 82. mínútu eftir að Ramires hafði krækt í vítaspyrnu og um leið fiskað markvörðinn John Ruddy af velli með rautt spjald. Spánverjinn Juan Mata lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag og hélt upp á það með því að skora þriðja mark Chelsea á 101. mínútu en mikil töf varð á leiknum vegna meiðsla Drogba. Jose Bosingwa skoraði fyrsta mark Chelsea en Grant Holt fyrir gestina. Annað mark Chelsea kom eftir skyndisókn. Mata, sem var þá nýkominn inn á, vann boltann í eigin vítateig og gaf á Frank Lampard, sem framlengdi á Ramires sem var reyndar hársbreidd frá því að missa boltann of langt frá sér. Ramires náði að pota í boltann áður en hann var tekinn niður af Ruddy. Vítaspyrna dæmd og rautt spjald á loft. Endursýningar í sjónvarpi sýndu reyndar að lítil snerting átti sér stað en dómurinn engu að síður réttur. Chelsea byrjaði mjög vel í leiknum og Jose Bosingwa kom þeim bláklæddu yfir með þrumuskoti strax á sjöttu mínútu. Það var því allt útlit fyrir nokkuð auðveldan leik hjá heimamönnum en annað átti eftir að koma á daginn. Paul Lambert, stjóri Norwich, byrjaði með fimm manna varnarlínu með þrjá miðverði og vængbakverði sem virtist lítinn árangur bera. Lambert breytti svo í 4-4-2 þegar að einn miðvarðanna, Zach Whitbread, fór meiddur af velli um miðbik fyrri hálfleiks, og setti hann Anthony Pilkington inn á miðjuna í hans stað. Við það náði Norwich miklu betri tökum á leiknum og átti oft hættulegar sóknir að marki Chelsea. Sóknarþunginn bar svo árangur á 63. mínútu þegar að Grant Holt jafnaði metin fyrir Norwich eftir skelfilegt úthlaup Hilario í markinu. Norwich hélt svo áfram að sækja eftir þetta þar til að Chelsea náði aftur yfirhöndinni í leiknum. Manni færri náðu gestirnir gulklæddu sér ekki á strik. Branislav Ivanovic fékk svo tækifæri til að innsigla sigurinn er hann skallaði framhjá af mjög stuttu færi eftir sendingu Frank Lampard. Það gerðist á 90. mínútu en tíu mínútum síðar náði Mata að koma Chelsea í 3-1 forystu með laglegu skoti eftir mistök í varnarleik Norwich. Didier Drogba meiddist illa í leiknum er hann fékk þungt höfuðhögg frá Ruddy, markverði Norwich. Hann steinrotaðist og var gert að honum í um sjö mínútur þar til hann var borinn af velli - meðvitundarlaus. Belginn Romelu Lukaku lék einnig sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag. Lukaku kom inn á fyrir Fernando Torres sem náði sér alls ekki á strik að þessu sinni. Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Chelsea vann 3-1 sigur á nýliðum Norwich á heimavelli í dag. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, var borinn meðvitundarlaus eftir að hafa verið óviljandi sleginn í rot af markverði Norwich. Leikurinn var í járnum lengi vel en Frank Lampard kom sínum mönnum í 2-1 forystu á 82. mínútu eftir að Ramires hafði krækt í vítaspyrnu og um leið fiskað markvörðinn John Ruddy af velli með rautt spjald. Spánverjinn Juan Mata lék sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag og hélt upp á það með því að skora þriðja mark Chelsea á 101. mínútu en mikil töf varð á leiknum vegna meiðsla Drogba. Jose Bosingwa skoraði fyrsta mark Chelsea en Grant Holt fyrir gestina. Annað mark Chelsea kom eftir skyndisókn. Mata, sem var þá nýkominn inn á, vann boltann í eigin vítateig og gaf á Frank Lampard, sem framlengdi á Ramires sem var reyndar hársbreidd frá því að missa boltann of langt frá sér. Ramires náði að pota í boltann áður en hann var tekinn niður af Ruddy. Vítaspyrna dæmd og rautt spjald á loft. Endursýningar í sjónvarpi sýndu reyndar að lítil snerting átti sér stað en dómurinn engu að síður réttur. Chelsea byrjaði mjög vel í leiknum og Jose Bosingwa kom þeim bláklæddu yfir með þrumuskoti strax á sjöttu mínútu. Það var því allt útlit fyrir nokkuð auðveldan leik hjá heimamönnum en annað átti eftir að koma á daginn. Paul Lambert, stjóri Norwich, byrjaði með fimm manna varnarlínu með þrjá miðverði og vængbakverði sem virtist lítinn árangur bera. Lambert breytti svo í 4-4-2 þegar að einn miðvarðanna, Zach Whitbread, fór meiddur af velli um miðbik fyrri hálfleiks, og setti hann Anthony Pilkington inn á miðjuna í hans stað. Við það náði Norwich miklu betri tökum á leiknum og átti oft hættulegar sóknir að marki Chelsea. Sóknarþunginn bar svo árangur á 63. mínútu þegar að Grant Holt jafnaði metin fyrir Norwich eftir skelfilegt úthlaup Hilario í markinu. Norwich hélt svo áfram að sækja eftir þetta þar til að Chelsea náði aftur yfirhöndinni í leiknum. Manni færri náðu gestirnir gulklæddu sér ekki á strik. Branislav Ivanovic fékk svo tækifæri til að innsigla sigurinn er hann skallaði framhjá af mjög stuttu færi eftir sendingu Frank Lampard. Það gerðist á 90. mínútu en tíu mínútum síðar náði Mata að koma Chelsea í 3-1 forystu með laglegu skoti eftir mistök í varnarleik Norwich. Didier Drogba meiddist illa í leiknum er hann fékk þungt höfuðhögg frá Ruddy, markverði Norwich. Hann steinrotaðist og var gert að honum í um sjö mínútur þar til hann var borinn af velli - meðvitundarlaus. Belginn Romelu Lukaku lék einnig sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í dag. Lukaku kom inn á fyrir Fernando Torres sem náði sér alls ekki á strik að þessu sinni.
Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira