Fótbolti

Enginn Hiddink til Anzhi heldur Krasnozhan

Þessi maður þarf að ráða við stórstjörnurnar næstu árin.
Þessi maður þarf að ráða við stórstjörnurnar næstu árin.
Það verður ekkert af því að hið forríka, rússneska lið, Anzhi Makhachkala, ráði þekktan og reyndan þjálfara. Félagið er nefnilega búið að semja við Yuri Krasnozhan til næstu fimm ára.

Þjálfaraleit félagsins hafði staðið yfir síðan í september en Roberto Carlos hefur þjálfað liðið síðan þá ásamt því að spila.

Forráðamenn félagsins segjast vera hæstánægðir með ráðninguna en Krasnozhan var síðast þjálfari B-liðs Rússlands.

Verður áhugavert að sjá hvort hann fái að klára öll fimm árin en stuðullinn á það er líklega ekki hár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×