Enski boltinn

Agger: Ég þarf að fá að spila annars fer ég frá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Daniel Agger.
Daniel Agger. Mynd/Nordic Photos/Getty
Danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger hjá Liverpool mun ekki sætta sig við það að sitja á bekknum. Agger er nýkominn til baka eftir þriggja mánaða kálfameiðsli og var í sigurliði Liverpool á móti Bolton á dögunum.

„Ég á þrjú ár eftir af samningi mínum við Liverpool en það er ekki ég sem ræð því hvort ég spila eða ekki. Ef ég er heill og er ekki að spila þá er engin ástæða fyrir mig að vera hér," sagði Daniel Agger við danska blaðið Jyllands Posten.

Agger hefur verið mikið meiddur á fimm tímabilum sínum hjá Liverpool en verður væntanlega fastamaður í vörn liðsins á meðan að Jamie Carragher er að jafna sig á sínum axlarmeiðslum.

„Ég er kominn á þann aldur þar sem ég tel að ég sér orðinn það góður leikmaður að ég eigi að vera að spila á þessu stigi. Ef ég fæ ekki að spila og þarf að dúsa lengi á bekknum þá er engin ástæða fyrir mig að vera hérna," sagði Agger.

Agger gæti þó verið hvíldur á móti Blackburn í kvöld fyrir komandi leik á móti Manchester United í ensku bikarkeppninni á sunnudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×