Enski boltinn

Ferguson segir bresku pressuna vilja hengja Rooney

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Rooney skoraði og lagði upp mark gegn Wigan í gær.
Rooney skoraði og lagði upp mark gegn Wigan í gær. Mynd/Getty Images
Sir Alex Ferguson er allt annað en ánægður með þá umræðu að Wayne Rooney hafi átt að fá rautt spjald fyrir olnbogaskot í leik gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni gær. Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, var ósáttur með að Rooney skildi sleppa frá svörtu bók dómarans.

„Það er augljóst að hann gefur honum högg með olnboganum. Það er ótrúlegt að hann hafi ekki fengið rautt því dómarinn dæmdi aukaspyrnu,“ sagði Martinez.

Ferguson er ekki sammála kollega sínum hjá Wigan. „Það var ekkert að þessu en þar sem þetta er Wayne þá munu fjölmiðlar búa til herferð úr málinu til að hengja hann,“ segir Ferguson sem er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×