Fótbolti

Messi og Aguero sáu um Kólumbíu

Argentínumenn fagna marki Messi í kvöld.
Argentínumenn fagna marki Messi í kvöld.
Lionel Messi og Sergio Aguero tryggðu Argentínu mikilvægan útisigur á Kólumbíu í undankeppni HM í kvöld.

Argentína komst með sigrinum upp í annað sæti Suður-Ameríkuriðilsins. Er með sjö stig eins og Úrúgvæ en hefur leikið einum leik meira.

Dorlan Pabon kom Kólumbíu yfir rétt fyrir hlé en Messi jafnaði á 60. mínútu. Hans 53. mark á árinu og það fyrsta fyrir Argentínu í langan tíma.

Það var síðan Aguero sem tryggði Argentínu sigur með marki sex mínútum fyrir leikslok.

Ekvador lagði svo Perú, 2-0, í Suður-Ameríkuriðlinum.

Staðan (leikir-stig)

Úrúgvæ  3-7

Argentína  4-7

Ekvador  3-6

Kólumbía  3-4

Paragvæ  3-4

Venesúela  3-4

Perú  3-3

Síle  3-3

Bólivía  3-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×