United rúllaði yfir Schalke og mætir Barcelona á Wembley Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2011 16:13 Nordic Photos / Bongarts Manchester United átti ekki í neinum vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann í kvöld, 4-1 og 6-1 samanlagt. Engu skipti þó svo að Sir Alex Ferguson, stjóri United, hafi stillt upp hálfgerðu varaliði í kvöld en hann gerði átta breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Antonio Valencia og Darron Gibson skoruðu fyrir Manchester United í fyrri hálfleik áður en Jordao náði að minnka muninn fyrir þýsku gestina. Anderson skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik og gulltryggði sigurinn. Wayne Rooney var hvíldur í gær vegna smávægilegra meiðsla og þeir Nemanja Vidic, Ryan Giggs og Patrice Evra voru allir á bekknum. Rio Ferdinand var ekki einu sinni í hópnum. En þrátt fyrir allar þær breytingar sem gerðar voru á liðinu kom fljótlega í ljós að United hafði fullt vald á leiknum. Gibson lagði fljótlega upp fínt mark fyrir Valencia og Gibson skoraði svo sjálfur nokkrum mínútum síðar. Manuel Neuer, markvörður Schalke, átti stórleik í fyrri leik liðanna en var ekki upp á sitt besta í kvöld. Hann hefði átt að verja frá Gibson en missti boltann í stöngina og inn. Varnarmistök hjá Chris Smalling urðu svo til þess að Jurado náði að minnka muninn fyrir Schalke með föstu skoti en það kom ekki að sök. Anderson skoraði tvívegis í síðari hálfleik - fyrst eftir undirbúning Nani og svo eftir sendingu Dimitar Berbatov. United er nú komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og mætir þar Barcelona. Leikurinn fer fram á Wembley-leikvanginum, sama staðnum og Manchester United varð Evrópumeistari árið 1968, fyrst enskra liða. Leikurinn í kvöld varð aldrei spennandi sem voru góð tíðindi fyrir Ferguson enda á United mikilvægan leik gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Manchester United átti ekki í neinum vandræðum með þýska liðið Schalke í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. United vann í kvöld, 4-1 og 6-1 samanlagt. Engu skipti þó svo að Sir Alex Ferguson, stjóri United, hafi stillt upp hálfgerðu varaliði í kvöld en hann gerði átta breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Antonio Valencia og Darron Gibson skoruðu fyrir Manchester United í fyrri hálfleik áður en Jordao náði að minnka muninn fyrir þýsku gestina. Anderson skoraði svo tvívegis í síðari hálfleik og gulltryggði sigurinn. Wayne Rooney var hvíldur í gær vegna smávægilegra meiðsla og þeir Nemanja Vidic, Ryan Giggs og Patrice Evra voru allir á bekknum. Rio Ferdinand var ekki einu sinni í hópnum. En þrátt fyrir allar þær breytingar sem gerðar voru á liðinu kom fljótlega í ljós að United hafði fullt vald á leiknum. Gibson lagði fljótlega upp fínt mark fyrir Valencia og Gibson skoraði svo sjálfur nokkrum mínútum síðar. Manuel Neuer, markvörður Schalke, átti stórleik í fyrri leik liðanna en var ekki upp á sitt besta í kvöld. Hann hefði átt að verja frá Gibson en missti boltann í stöngina og inn. Varnarmistök hjá Chris Smalling urðu svo til þess að Jurado náði að minnka muninn fyrir Schalke með föstu skoti en það kom ekki að sök. Anderson skoraði tvívegis í síðari hálfleik - fyrst eftir undirbúning Nani og svo eftir sendingu Dimitar Berbatov. United er nú komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í þriðja sinn á síðustu fjórum árum og mætir þar Barcelona. Leikurinn fer fram á Wembley-leikvanginum, sama staðnum og Manchester United varð Evrópumeistari árið 1968, fyrst enskra liða. Leikurinn í kvöld varð aldrei spennandi sem voru góð tíðindi fyrir Ferguson enda á United mikilvægan leik gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira