Ísbjörn synti látlaust 700 km á 9 dögum Kristján Már Unnarsson skrifar 4. maí 2011 18:41 Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar en þeir svæfðu ísbjörn á strönd við Beaufort-haf norður af Alaska og settu á hann hálsól með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Ferðalagi hans var þar með ekki lokið því hann hélt áfram för sinni á hafís og ýmist gekk eða synti 1.800 kílómetra til viðbótar áður en vísindamenn fönguðu hann á ný tveimur mánuðum síðar til mælinga. Björninn hafði þá gengið mikið á fituforða sinn og misst 22% af líkamsþyngd sinni. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Ef björninn færi aðeins að ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna, gæti hann með sama krafti synt fjórar ferðir án næringar og ef hafís væri 50 kílómetra undan ströndum, eins og var þegar tveir birnir voru skotnir í Skagafirði vorið 2008, blasir við að það er einfalt fyrir ísbirni að synda á milli. Þeir eru einnig taldir skynja segulsvið og hafa einskonar innbyggðan áttavita því þeir virðast rata á sundi þó þeir sjái hvergi til lands. Þeir eru jafnframt einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í þrjátíu kílómetra fjarlægð, og þekkt er dæmi um karldýr sem þefaði uppi kvendýr í hundrað kílómetra fjarlægð. Selir eru þeirra uppáhaldsfæða og athyglisvert er að birnirnir á undanförnum árum hafa flestir komið til Íslands í maí og júní, á sama tíma og landsselir kæpa, og freistandi að spyrja hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokkar þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Spurningar vakna um hvort það séu í raun villuráfandi, sjúk og réttdræp dýr sem hingað leita eða hvort það séu heilbrigðir birnir að þefa uppi tímabundna kópaveislu á vorin. Upplýsingar um sundþrek, þefskyn og ratvísi hvítabjarna sýna að minnsta kosti að þeir geta auðveldlega synt til baka frá Íslandi út á Grænlandsísinn, jafnvel þótt þær hafi ekki nærst í langan tíma. Björninn sem drepinn var á Hornvík í fyrradag fékk hins vegar ekki tækifæri til að sýna hvort hann myndi snúa aftur til Grænlands. Var hann þó skotinn inni á friðlandi, þar sem engum búfénaði var ógnað og næstu byggðu ból víðsfjarri; í Skjaldfönn og handan Djúps í Bolungarvík. Hálsól með sendi hefði gefið mönnum færi á að fylgjast með ferðum hans. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Bandarískir vísindamenn hafa staðfest ótrúlegt sundþrek ísbjarna en þeir fylgdust með birnu synda látlaust nærri sjöhundruð kílómetra á níu dögum án þess að nærast. Þetta sýnir að ísbirnir geta synt milli Íslands og Grænlands, fram og til baka, án þess að stoppa. Vísindamenn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar birtu niðurstöður sínar í janúar en þeir svæfðu ísbjörn á strönd við Beaufort-haf norður af Alaska og settu á hann hálsól með GPS-sendi og nema sem greindi hvort björninn var í vatni eða á þurru. Þeir urðu síðan vitni að ótrúlegu sjósundi en björninn synti samfellt 687 kílómetra í tveggja til sex stiga heitum sjó á níu dögum án þess að nærast. Ferðalagi hans var þar með ekki lokið því hann hélt áfram för sinni á hafís og ýmist gekk eða synti 1.800 kílómetra til viðbótar áður en vísindamenn fönguðu hann á ný tveimur mánuðum síðar til mælinga. Björninn hafði þá gengið mikið á fituforða sinn og misst 22% af líkamsþyngd sinni. Stysta leið milli Grænlands og Íslands er 287 kílómetrar þannig að þessi björn hefði leikandi komist þá leið fram og til baka. Ef björninn færi aðeins að ísröndinni, sem oft er miðja vegu milli landanna, gæti hann með sama krafti synt fjórar ferðir án næringar og ef hafís væri 50 kílómetra undan ströndum, eins og var þegar tveir birnir voru skotnir í Skagafirði vorið 2008, blasir við að það er einfalt fyrir ísbirni að synda á milli. Þeir eru einnig taldir skynja segulsvið og hafa einskonar innbyggðan áttavita því þeir virðast rata á sundi þó þeir sjái hvergi til lands. Þeir eru jafnframt einhver þefnæmustu dýr jarðar, með margfalt öflugra lyktarskyn en hundar, og finna lykt af selum í þrjátíu kílómetra fjarlægð, og þekkt er dæmi um karldýr sem þefaði uppi kvendýr í hundrað kílómetra fjarlægð. Selir eru þeirra uppáhaldsfæða og athyglisvert er að birnirnir á undanförnum árum hafa flestir komið til Íslands í maí og júní, á sama tíma og landsselir kæpa, og freistandi að spyrja hvort það sé lyktin af kópum á selalátrum sem lokkar þá til Íslandsstranda á þessum árstíma. Spurningar vakna um hvort það séu í raun villuráfandi, sjúk og réttdræp dýr sem hingað leita eða hvort það séu heilbrigðir birnir að þefa uppi tímabundna kópaveislu á vorin. Upplýsingar um sundþrek, þefskyn og ratvísi hvítabjarna sýna að minnsta kosti að þeir geta auðveldlega synt til baka frá Íslandi út á Grænlandsísinn, jafnvel þótt þær hafi ekki nærst í langan tíma. Björninn sem drepinn var á Hornvík í fyrradag fékk hins vegar ekki tækifæri til að sýna hvort hann myndi snúa aftur til Grænlands. Var hann þó skotinn inni á friðlandi, þar sem engum búfénaði var ógnað og næstu byggðu ból víðsfjarri; í Skjaldfönn og handan Djúps í Bolungarvík. Hálsól með sendi hefði gefið mönnum færi á að fylgjast með ferðum hans.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira