Innlent

Mikil skjálftavirkni norður af Grímsey

Mikil skjálftavirkni er nú norður af Grímsey. Þar varð skjálfti upp á 3,1 í gærdag, með upptök innan við tvo kílómetar norður af eynni.

Að sögn manns, sem var við vinnu í fiskverkunarhúsi á hafnarsvæðinu, var engu líkara en að stór bíll hefði ekið á húsið á fullri ferð  með miklu höggi. Engar skemmdir urðu þó á mannvirkjum.

Töluvert var um skjálfta á svæðinu í nótt, en engin var yfir þrjá á Richter. Skjálftahrinur eru algengar á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×