Erlent

Verndaði vörur með piparúða

Nokkrir slösuðust í troðningi sem myndast eftir að konan sprautaði piparúða yfir viðskiptavini Walmart.
Nokkrir slösuðust í troðningi sem myndast eftir að konan sprautaði piparúða yfir viðskiptavini Walmart. mynd/ABC
Talið er að um 20 viðskiptavinir Walmart verslunar í Los Angeles hafi hlotið minniháttar meiðsli eftir að kona sprautaði piparúða yfir þau. Konan vildi vernda varning sinn frá öðrum viðskiptavinum.

Mikill fjöldi fólks var samankomin fyrir utan búðina og biðu þess að krækja í vörur á tilboðsverðum. Svarti föstudagur er haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum í dag en þá er hefð fyrir því að fólk hefji jólagjafainnkaupin.

Fólkið slasaðist í miklum troðningi sem myndast eftir að konan hafði merkt svæði sitt.

Versluninni var ekki lokað eftir atvikið og þeir sem komust hjá piparúðaárásinni héldu áfram að versla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×