Enski boltinn

Agüero skaut City í undanúrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Agüero fagnar marki sínu í kvöld.
Agüero fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Varamaðurinn Sergio Agüero var hetja Manchester City gegn Arsenal í fjórðungsúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld. Hann tryggði sínum mönnum sæti í undanúrslitunum með því að skora eina markið í 1-0 sigri City.

City komst í skyndisókn á 83. mínútu leiksins. Edin Dzeko átti góða sendingu á Adam Johnson sem lagði aftur boltann fyrir Sergio Agüero. Sá síðastnefndi skoraði þá af miklu öryggi fram hjá Lukasz Fabianski í marki Arsenal.

Arsenal var þó sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og þeir Park Chu-young og Alex Oxlade-Chamberlain komust báðir nálægt því að skora.

City er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og nú komið í undanúrslit enska deilabikarsins ásamt Liverpool og Cardiff City. Það ræðst svo annað kvöld hvort að Manchester United eða Crystal Palace bætist í þann hóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×