Vændi verði síður aðgengilegt 15. október 2011 08:45 Björgvin Björgvinsson, hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa efnt til samstarfs um að koma í veg fyrir birtingar hugsanlegra dulinna vændisauglýsinga. Fréttablaðið hefur undanfarnar vikur gengið ákveðið eftir því að til samstarfsins yrði efnt og var fyrsti fundur af því tilefni haldinn í gær. Niðurstaða fundarins var að lögreglan sendi auglýsingadeild Fréttablaðsins lista yfir atriði sem bentu eindregið til þess að um vændisauglýsingu væri að ræða en grunur leikur á að slíkar auglýsingar hafi verið dulbúnar sem nuddauglýsingar. Auglýsingadeild blaðsins mun í framhaldinu gera nýjar vinnureglur sem notaðar verða við móttöku smáauglýsinga um nuddþjónustu en þar til þær eru tilbúnar verður tekið fyrir birtingu allra nuddauglýsinga í smáauglýsingum blaðsins. „Mér finnst það mjög mikið fagnaðarefni að ráðist hafi verið í svona samstarf og vænti þess að það leiði til að vændi verði ekki eins aðgengilegt og það hefur verið," segir Björgvin Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Vegna ummæla sinna fyrir rúmum tveimur vikum um að Fréttablaðið kynni að vera milligönguaðili um vændi var Björgvin spurður hvort blaðið hefði verið til rannsóknar vegna slíks. „Við höfum velt fyrir okkur hvernig eigi að túlka milligöngu í lögunum en Fréttablaðið hefur aldrei verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna milligöngu um vændi." Jón Laufdal auglýsingastjóri Fréttablaðsins fagnar auknu samstarfi við lögregluna. „Við höfum unnið með lögreglunni lengi á þann hátt að við höfum upplýst hana um kaupendur þessara auglýsinga," segir Jón og bætir við að stefna blaðsins sé að birta ekki auglýsingar sem brjóta í bága við lög eða snúa að ólöglegu athæfi. Leiðbeiningum lögreglunnar verði bætt við fyrri verklagsreglur og dugi vonandi til að hindra að þeir sem vilji auglýsa ólöglega starfsemi finni smugu til þess. „Við fögnum frekara samstarfi við lögregluna og væntum góðs árangurs af samvinnunni," segir Jón Laufdal. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fréttablaðið og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafa efnt til samstarfs um að koma í veg fyrir birtingar hugsanlegra dulinna vændisauglýsinga. Fréttablaðið hefur undanfarnar vikur gengið ákveðið eftir því að til samstarfsins yrði efnt og var fyrsti fundur af því tilefni haldinn í gær. Niðurstaða fundarins var að lögreglan sendi auglýsingadeild Fréttablaðsins lista yfir atriði sem bentu eindregið til þess að um vændisauglýsingu væri að ræða en grunur leikur á að slíkar auglýsingar hafi verið dulbúnar sem nuddauglýsingar. Auglýsingadeild blaðsins mun í framhaldinu gera nýjar vinnureglur sem notaðar verða við móttöku smáauglýsinga um nuddþjónustu en þar til þær eru tilbúnar verður tekið fyrir birtingu allra nuddauglýsinga í smáauglýsingum blaðsins. „Mér finnst það mjög mikið fagnaðarefni að ráðist hafi verið í svona samstarf og vænti þess að það leiði til að vændi verði ekki eins aðgengilegt og það hefur verið," segir Björgvin Björgvinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Vegna ummæla sinna fyrir rúmum tveimur vikum um að Fréttablaðið kynni að vera milligönguaðili um vændi var Björgvin spurður hvort blaðið hefði verið til rannsóknar vegna slíks. „Við höfum velt fyrir okkur hvernig eigi að túlka milligöngu í lögunum en Fréttablaðið hefur aldrei verið til rannsóknar hjá lögreglu vegna milligöngu um vændi." Jón Laufdal auglýsingastjóri Fréttablaðsins fagnar auknu samstarfi við lögregluna. „Við höfum unnið með lögreglunni lengi á þann hátt að við höfum upplýst hana um kaupendur þessara auglýsinga," segir Jón og bætir við að stefna blaðsins sé að birta ekki auglýsingar sem brjóta í bága við lög eða snúa að ólöglegu athæfi. Leiðbeiningum lögreglunnar verði bætt við fyrri verklagsreglur og dugi vonandi til að hindra að þeir sem vilji auglýsa ólöglega starfsemi finni smugu til þess. „Við fögnum frekara samstarfi við lögregluna og væntum góðs árangurs af samvinnunni," segir Jón Laufdal.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira