Enski boltinn

Hodgson vill halda Odemwingie

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Peter Odemwingie skoraði gegn Tottenham um helgina.
Peter Odemwingie skoraði gegn Tottenham um helgina. Nordic Photos/Getty Images
Roy Hodgson segir að það sé nauðsynlegt fyrir West Brom að halda í leikmanninn Peter Odemwingie sem hefur slegið í gegn í ensku deildinni í vetur. Þessi nígeríski leikmaður kom frá Lokomotiv Moscow í sumar og hefur nú skorað 13 mörk í vetur fyrir West Brom.

Eftir þessa góðu frammistöðu í vetur er talið að Juventus sé að íhuga að gera tilboð í leikmanninn í sumar en Hodgson vill fyrir alla muni halda leikmanninum hjá liðinu.

„Það væri ágætt ef Juventus myndu segja okkur að þeir hefðu áhuga á Odemwingie í stað þess að heyra um það í fjölmiðlum. Við verðum að bæta liðið fyrir næstu leiktíð. Við keyrum liðið áfram á litlum hóp,“ segir Hodgson sem hefur umturnað liðið West Brom sem á áframhaldandi sæti í ensku deildinni í hendi sér eftir gott gengi að undanförnu.

„Ef við viljum eiga góða leiktíð í ensku deildinni á næstu leiktíð þá skiptir það mikil máli að við kaupum leikmenn sem munu hjálpa okkur. Það mun einnig taka pressuna af Youssuf Mulumbus og Peter Odemwingie sem eru á sinni fyrstu leiktíð,“ sagði Hodgson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×