Gætu beitt sér gegn Íslandi innan EES 7. apríl 2011 18:36 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, telur að Bretar og Hollendingar muni beita sér gegn Íslandi innan Evrópska efnahagssvæðisins verði Icesave samningarnir felldir í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu Icesave málið á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu þjóðarinnar til málsins ef má marka tvær nýlegar kannanir. Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 ætla tæplega 57% þjóðarinnar að segja nei og í könnun sem Fréttablaðið birti í dag kemur fram að 55 prósent ætla að segja nei. „En skuldin hverfur ekki á morgun ef að nei-ið verður ofaná. við munum þá þurfa að borgar skuldir óreiðumanna í öðru. Í hærri sköttum, í minni hagvexti, kannski í meiri niðurskurði í útgjöldum, minni fjárfestingum og lánshæfismat mun lækka þannig munum við þurfa að borga skuldir óreiðumannanna," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma hér og segja að önnur leið muni leiða til hærri skatta þegar það liggur fyrir að við erum að taka á okkur tugi milljarða króna skuldbindingu í það minnsta," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, útilokar ekki að Bretar og Hollendingar beiti sér gegn Íslandi innan EES felli þjóðin samningana á laugardag. „Það gætu verið úrræði sem tengjast EES samninginum það að taka úr gildi heimildir sem við höfum á grundvelli EES samningsins að knýja fram stuðning við efndir af okkar hálfu með því að fá aðra aðila EES samningsins í lið með sér. Það er ekki hægt að úttala sig um það hvernig það verður gert en reynslan sýnir að þjóðir almennt ætlast til þess að menn uppfylla skyldur sínar," segir Bjarni. Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru almennt andvígir Icesave samningunum þrátt fyrir að ellefu þingmenn flokksins hafi stutt málið á Alþingi. Bjarni telur að það endurspegli fyrst og fremst óánægju með ríkisstjórnina. „Eina svarið sem ábyrg ríkisstórn hefur í þeirri stöðu til þess að tryggja að á laugardaginn verði kosið um samningana en ekki líf ríkisstjórnarinnar er fyrir hana að gera sem allir eru að kalla eftir að hún boði til kosninga," segir Bjarni. Icesave Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, telur að Bretar og Hollendingar muni beita sér gegn Íslandi innan Evrópska efnahagssvæðisins verði Icesave samningarnir felldir í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu Icesave málið á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu þjóðarinnar til málsins ef má marka tvær nýlegar kannanir. Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 ætla tæplega 57% þjóðarinnar að segja nei og í könnun sem Fréttablaðið birti í dag kemur fram að 55 prósent ætla að segja nei. „En skuldin hverfur ekki á morgun ef að nei-ið verður ofaná. við munum þá þurfa að borgar skuldir óreiðumanna í öðru. Í hærri sköttum, í minni hagvexti, kannski í meiri niðurskurði í útgjöldum, minni fjárfestingum og lánshæfismat mun lækka þannig munum við þurfa að borga skuldir óreiðumannanna," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma hér og segja að önnur leið muni leiða til hærri skatta þegar það liggur fyrir að við erum að taka á okkur tugi milljarða króna skuldbindingu í það minnsta," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, útilokar ekki að Bretar og Hollendingar beiti sér gegn Íslandi innan EES felli þjóðin samningana á laugardag. „Það gætu verið úrræði sem tengjast EES samninginum það að taka úr gildi heimildir sem við höfum á grundvelli EES samningsins að knýja fram stuðning við efndir af okkar hálfu með því að fá aðra aðila EES samningsins í lið með sér. Það er ekki hægt að úttala sig um það hvernig það verður gert en reynslan sýnir að þjóðir almennt ætlast til þess að menn uppfylla skyldur sínar," segir Bjarni. Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru almennt andvígir Icesave samningunum þrátt fyrir að ellefu þingmenn flokksins hafi stutt málið á Alþingi. Bjarni telur að það endurspegli fyrst og fremst óánægju með ríkisstjórnina. „Eina svarið sem ábyrg ríkisstórn hefur í þeirri stöðu til þess að tryggja að á laugardaginn verði kosið um samningana en ekki líf ríkisstjórnarinnar er fyrir hana að gera sem allir eru að kalla eftir að hún boði til kosninga," segir Bjarni.
Icesave Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira