Gætu beitt sér gegn Íslandi innan EES 7. apríl 2011 18:36 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, telur að Bretar og Hollendingar muni beita sér gegn Íslandi innan Evrópska efnahagssvæðisins verði Icesave samningarnir felldir í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu Icesave málið á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu þjóðarinnar til málsins ef má marka tvær nýlegar kannanir. Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 ætla tæplega 57% þjóðarinnar að segja nei og í könnun sem Fréttablaðið birti í dag kemur fram að 55 prósent ætla að segja nei. „En skuldin hverfur ekki á morgun ef að nei-ið verður ofaná. við munum þá þurfa að borgar skuldir óreiðumanna í öðru. Í hærri sköttum, í minni hagvexti, kannski í meiri niðurskurði í útgjöldum, minni fjárfestingum og lánshæfismat mun lækka þannig munum við þurfa að borga skuldir óreiðumannanna," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma hér og segja að önnur leið muni leiða til hærri skatta þegar það liggur fyrir að við erum að taka á okkur tugi milljarða króna skuldbindingu í það minnsta," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, útilokar ekki að Bretar og Hollendingar beiti sér gegn Íslandi innan EES felli þjóðin samningana á laugardag. „Það gætu verið úrræði sem tengjast EES samninginum það að taka úr gildi heimildir sem við höfum á grundvelli EES samningsins að knýja fram stuðning við efndir af okkar hálfu með því að fá aðra aðila EES samningsins í lið með sér. Það er ekki hægt að úttala sig um það hvernig það verður gert en reynslan sýnir að þjóðir almennt ætlast til þess að menn uppfylla skyldur sínar," segir Bjarni. Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru almennt andvígir Icesave samningunum þrátt fyrir að ellefu þingmenn flokksins hafi stutt málið á Alþingi. Bjarni telur að það endurspegli fyrst og fremst óánægju með ríkisstjórnina. „Eina svarið sem ábyrg ríkisstórn hefur í þeirri stöðu til þess að tryggja að á laugardaginn verði kosið um samningana en ekki líf ríkisstjórnarinnar er fyrir hana að gera sem allir eru að kalla eftir að hún boði til kosninga," segir Bjarni. Icesave Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, telur að Bretar og Hollendingar muni beita sér gegn Íslandi innan Evrópska efnahagssvæðisins verði Icesave samningarnir felldir í Þjóðaratkvæðagreiðslu. Forystumenn stjórnmálaflokkanna ræddu Icesave málið á opnum fundi í Háskóla Íslands í dag. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu þjóðarinnar til málsins ef má marka tvær nýlegar kannanir. Samkvæmt könnun sem MMR gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2 ætla tæplega 57% þjóðarinnar að segja nei og í könnun sem Fréttablaðið birti í dag kemur fram að 55 prósent ætla að segja nei. „En skuldin hverfur ekki á morgun ef að nei-ið verður ofaná. við munum þá þurfa að borgar skuldir óreiðumanna í öðru. Í hærri sköttum, í minni hagvexti, kannski í meiri niðurskurði í útgjöldum, minni fjárfestingum og lánshæfismat mun lækka þannig munum við þurfa að borga skuldir óreiðumannanna," segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. „Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar koma hér og segja að önnur leið muni leiða til hærri skatta þegar það liggur fyrir að við erum að taka á okkur tugi milljarða króna skuldbindingu í það minnsta," segir Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, útilokar ekki að Bretar og Hollendingar beiti sér gegn Íslandi innan EES felli þjóðin samningana á laugardag. „Það gætu verið úrræði sem tengjast EES samninginum það að taka úr gildi heimildir sem við höfum á grundvelli EES samningsins að knýja fram stuðning við efndir af okkar hálfu með því að fá aðra aðila EES samningsins í lið með sér. Það er ekki hægt að úttala sig um það hvernig það verður gert en reynslan sýnir að þjóðir almennt ætlast til þess að menn uppfylla skyldur sínar," segir Bjarni. Kjósendur Sjálfstæðisflokks eru almennt andvígir Icesave samningunum þrátt fyrir að ellefu þingmenn flokksins hafi stutt málið á Alþingi. Bjarni telur að það endurspegli fyrst og fremst óánægju með ríkisstjórnina. „Eina svarið sem ábyrg ríkisstórn hefur í þeirri stöðu til þess að tryggja að á laugardaginn verði kosið um samningana en ekki líf ríkisstjórnarinnar er fyrir hana að gera sem allir eru að kalla eftir að hún boði til kosninga," segir Bjarni.
Icesave Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira