Fótbolti

Allt brjálað er River Plate féll úr argentínsku úrvalsdeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hið sögufræga félag River Plate féll úr argentínsku úrvalsdeildinni í gær í fyrsta skipti í 110 ára sögu félagsins. Sú niðurstaða fór ekki vel í stuðningsmenn félagsins sem hreinlega gengu af göflunum.

Lætin hófust mínútu áður en leiknum gegn Belgrano lauk. Þá tóku stuðningsmennirnir upp á því að grýta ýmsu lauslegu inn á völlinn. Lögreglan brá þá á það ráð að sprauta á áhorfendurna.

Þetta var dramatísk uppákoma því leikmenn River Plate söfnuðust síðan saman á miðjum vellinum og margir þeirra grétu.

Lætin færðust fljótlega út fyrir völlinn þar sem stuðningsmennirnir slógust við lögreglu. Fjölmargir þeirra eru slasaðir. Einnig slösuðust 35 lögreglumenn í átökunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×