Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður og faðir Eiðs Smára Guðjohnsen, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að ekkert nýtt væri að frétta af málum sonar síns. Sögusagnir hafa verið uppi þess efnis að hugur Eiðs Smára leitaði til MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum en Arnór segir þær sögusagnir ekki eiga við rök að styðjast.
Eiður Smári er samningslaus sem stendur en hann lauk síðasta tímabili sem lánsmaður hjá Fulham í ensku úrvalsdeildinni. Nýráðinn knattspyrnustjóri Fulham, Martin Jol, hefur staðfest að Eiði Smára verði ekki boðinn samningur hjá félaginu.
Eiður Smári ekki á leið til Bandaríkjanna
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti

Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“
Íslenski boltinn

„Við viljum meira“
Fótbolti

KR í markmannsleit eftir meiðsli
Íslenski boltinn

Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni
Enski boltinn



