Fótbolti

Feyenoord í tómu bulli - tapaði 6-0 fyrir Groningen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Koeman fylgist með sínum mönnum í dag.
Koeman fylgist með sínum mönnum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Ófarir Feyenoord halda áfram í hollensku úrvalsdeildinni en í dag steinlá liðið fyrir Groningen, 6-0, á útivelli í dag.

Groningen komst í 3-0 forystu á fyrstu átján mínútum leiksins og staðan var orðin 4-0 þegar að Dani Fernandez, leikmaður Feyenoord, fékk að líta beint rautt spjald á 67. mínútu.

Groningen gekk á lagið og skoruðu tvívegis á lokamínútunum og tryggðu sér þannig ótrúlegan 6-0 sigur.

Það hefur lítið gengið hjá Feyenoord að undanförnu en liðið hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum sínum og aðeins unniði einn deildarleik í rúman mánuð. Liðið er nú í sjötta sæti deildarinnar með átján stig eftir fína byrjun í haust.

Ronald Koeman er stjóri Feyenoord en óvíst er hvort hann verði það mikið lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×