Wayne Rooney með tvö mörk í 3-1 sigri Manchester United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2011 21:56 Wayne Rooney fagnar fyrra marki sínu í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty Manchester United ætlar ekkert að gefa eftir í ensku úrvalsdeildinni og lék í kvöld sinn 29. deildarleik í röð án þess að tapa en 24 leikjanna hafa verið á þessu tímabili. Þetta er jöfnun á félagsmetið og United er því áfram með fimm stiga forskot á Arsenal sem vann einnig sinn leik í kvöld. Wayne Rooney skoraði sína fyrstu tvennu síðan í mars á síðasta ári þegar Manchester United vann 3-1 sigur á Aston Villa á Old Trafford. Þetta var níundi heimasigur United í röð í deildinni en liðið hefur náð í 37 stig af 39 mögulegum í leikhúsi draumanna á þessu tímabili. Wayne Rooney hafði aðeins skorað tvö mörk í fyrstu fjórtán deildarleikjum sínum á þessu tíambili en það er ekki góðar fréttir fyrir hin liðin í toppbaráttunni að Rooney sé kominn í gang á nýjan leik.Mynd/Nordic Photos/GettyÞað tók Manchester United aðeins 50 sekúndur að komast í 1-0. Edwin van der Sar var fljótur að taka aukaspyrnu fyrir framan teiginn sinn og sendi hárnákvæma sendingu inn fyrir á Wayne Rooney sem tók boltann niður og afgreiddi hann glæsilega í markið. Rooney endaði síðan fyrri hálfleikinn eins og hann byrjaði hann þegar hann kom United í 2-0 á 46. mínútu með marki úr markteig eftir frábæran undirbúning frá Nani. Darren Bent minnkaði muninn í 2-1 á 58. mínútu þegar hann skoraði auðveldlega úr markteignum eftir skyndisókn og fyrirgjöf frá Stewart Downing. Rooney lagði síðan upp þriðja markið fyrir Nemanja Vidic sem skoraði með stórglæsilegu skoti utan úr teig á 60. mínútu. United gat bætt við mörkum þar á meðal Wayne Rooney en mörkin urðu ekki fleiri.Marc-Antoine Fortune tryggði West Brom jafntefli í kvöld.Mynd/Nordic Photos/GettyWigan tókst ekki að komast upp úr fallsæti þrátt fyrir að komast yfir á móti West Bromwich Albion í miklum fallbaráttuslag á The Hawthorns, heimavelli West Bromwich í kvöld. West Bromwich tókst að tryggja sér 2-2 jafntefli ellefu mínútum fyrir leikslok. Peter Odemwingie kom heimamönnum yfir í 1-0 strax á 5. mínútu en tvær aukaspyrnur breyttu stöðunni fyrir hálfleik. Charles N'Zogbia fékk aukaspyrnu á vítateigslínunni á 20. mínútu, tók hana sjálfur og skoraði með viðkomu í varnarmanni. Ben Watson kom Wigan síðan í 2-1 á 43. mínútu þegar aukaspyrna hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Marc-Antoine Fortuné jafnaði metin á 79.mínútu eftir fyrirgjöf frá Jerome Thomas. Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld: Mynd/Nordic Photos/GettyArsenal-Everton 2-1 0-1 Louis Saha (24.), 1-1 Andrei Arshavin (70.), 2-1 Laurent Koscielny (75.)Sunderland-Chelsea 2-4 1-0 Phillip Bardsley (4.), 1-1 Frank Lampard (15.), 1-2 Salomon Kalou (23.), 2-2 Kieran Richardson (26.), 2-3 John Terry (60.), 2-4 Nicolas Anelka (90.+3)Manchester United-Aston Villa 3-1 1-0 Wayne Rooney (1.), 2-0 Wayne Rooney (45.+1), 2-1 Darren Bent (58.), 3-1 Nemanja Vidic (63.)West Bromwich-Wigan 2-2 1-0 Peter Odemwingie (5.), 1-1 Charles N'Zogbia (20.), 1-2 Ben Watson (43.), 2-2 Marc-Antoine Fortuné (79.) Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Manchester United ætlar ekkert að gefa eftir í ensku úrvalsdeildinni og lék í kvöld sinn 29. deildarleik í röð án þess að tapa en 24 leikjanna hafa verið á þessu tímabili. Þetta er jöfnun á félagsmetið og United er því áfram með fimm stiga forskot á Arsenal sem vann einnig sinn leik í kvöld. Wayne Rooney skoraði sína fyrstu tvennu síðan í mars á síðasta ári þegar Manchester United vann 3-1 sigur á Aston Villa á Old Trafford. Þetta var níundi heimasigur United í röð í deildinni en liðið hefur náð í 37 stig af 39 mögulegum í leikhúsi draumanna á þessu tímabili. Wayne Rooney hafði aðeins skorað tvö mörk í fyrstu fjórtán deildarleikjum sínum á þessu tíambili en það er ekki góðar fréttir fyrir hin liðin í toppbaráttunni að Rooney sé kominn í gang á nýjan leik.Mynd/Nordic Photos/GettyÞað tók Manchester United aðeins 50 sekúndur að komast í 1-0. Edwin van der Sar var fljótur að taka aukaspyrnu fyrir framan teiginn sinn og sendi hárnákvæma sendingu inn fyrir á Wayne Rooney sem tók boltann niður og afgreiddi hann glæsilega í markið. Rooney endaði síðan fyrri hálfleikinn eins og hann byrjaði hann þegar hann kom United í 2-0 á 46. mínútu með marki úr markteig eftir frábæran undirbúning frá Nani. Darren Bent minnkaði muninn í 2-1 á 58. mínútu þegar hann skoraði auðveldlega úr markteignum eftir skyndisókn og fyrirgjöf frá Stewart Downing. Rooney lagði síðan upp þriðja markið fyrir Nemanja Vidic sem skoraði með stórglæsilegu skoti utan úr teig á 60. mínútu. United gat bætt við mörkum þar á meðal Wayne Rooney en mörkin urðu ekki fleiri.Marc-Antoine Fortune tryggði West Brom jafntefli í kvöld.Mynd/Nordic Photos/GettyWigan tókst ekki að komast upp úr fallsæti þrátt fyrir að komast yfir á móti West Bromwich Albion í miklum fallbaráttuslag á The Hawthorns, heimavelli West Bromwich í kvöld. West Bromwich tókst að tryggja sér 2-2 jafntefli ellefu mínútum fyrir leikslok. Peter Odemwingie kom heimamönnum yfir í 1-0 strax á 5. mínútu en tvær aukaspyrnur breyttu stöðunni fyrir hálfleik. Charles N'Zogbia fékk aukaspyrnu á vítateigslínunni á 20. mínútu, tók hana sjálfur og skoraði með viðkomu í varnarmanni. Ben Watson kom Wigan síðan í 2-1 á 43. mínútu þegar aukaspyrna hans utan af kanti sigldi alla leið í markið. Marc-Antoine Fortuné jafnaði metin á 79.mínútu eftir fyrirgjöf frá Jerome Thomas. Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í kvöld: Mynd/Nordic Photos/GettyArsenal-Everton 2-1 0-1 Louis Saha (24.), 1-1 Andrei Arshavin (70.), 2-1 Laurent Koscielny (75.)Sunderland-Chelsea 2-4 1-0 Phillip Bardsley (4.), 1-1 Frank Lampard (15.), 1-2 Salomon Kalou (23.), 2-2 Kieran Richardson (26.), 2-3 John Terry (60.), 2-4 Nicolas Anelka (90.+3)Manchester United-Aston Villa 3-1 1-0 Wayne Rooney (1.), 2-0 Wayne Rooney (45.+1), 2-1 Darren Bent (58.), 3-1 Nemanja Vidic (63.)West Bromwich-Wigan 2-2 1-0 Peter Odemwingie (5.), 1-1 Charles N'Zogbia (20.), 1-2 Ben Watson (43.), 2-2 Marc-Antoine Fortuné (79.)
Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira