Enski boltinn

Eiður Smári fær gamla Chelsea-númerið hjá Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári með nýju Fulham-treyjuna.
Eiður Smári með nýju Fulham-treyjuna. Mynd/Heimasíða Fulham
Eiður Smári Guðjohnsen mun spila númer 22 hjá Fulham en þetta kemur fram í viðtali við hann á heimasíðu Fulham. Eiður Smári lék eins og kynnugt er í númer 22 þegar hann var hjá Chelsea.Eiður æfði í fyrsta sinn með Fulham í dag og verður með liðinu á móti Newcastle á Craven Cottage á morgun.

„Ég er mjög feginn og ánægður með að þetta sé klárt," sagði Eiður Smári í viðtali á heimasíðu Fulham. „Þetta var dagur fullur af óvissu en ég er ánægður og hlakka til að taka þátt í seinni hluta tímabilsins með Fulham. Vonandi tekst mér að koma fótboltaferlinum aftur í gang," sagði Eiður Smári.

„Ég er mjög þakklátur fyrir þetta tækifæri og þetta er kjörið tækifæri til að sýna hvað ég get. Ég ætla að nýta tímann minn hér vel og svo sjáum við til hvað gerist í framtíðinni," sagði Eiður Smári.

Eiður Smári lék í treyju númer sjö hjá Stoke alveg eins og hann gerði hjá Barcelona. Hann var hinsvegar númer níu hjá franska liðinu Mónakó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×