Enski boltinn

Chelsea tapaði 13 milljörðum á síðasta rekstrarári en keypti leikmenn fyrir 13,8 í gær

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Chelsea eyddi 13,8 milljörðum kr. í leikmannakaup í gær sem er 800 milljónum meira en taprekstur félagsins á síðasta rekstrarári
Chelsea eyddi 13,8 milljörðum kr. í leikmannakaup í gær sem er 800 milljónum meira en taprekstur félagsins á síðasta rekstrarári Nordic Photos/Getty Images

Það gekk mikið á í gær á leikmannamarkaðinum í ensku knattspyrnunni en á miðnætti var lokað fyrir leikmannakaup og mörg lið vildu styrkja sig fyrir lokasprettinn á Englandi. Samkvæmt útreikningum enska dagblaðsins Daily Mail þá eyddu ensk félagslið um 37 milljörðum kr. í leikmannakaup í janúar 2011 eða 200 milljónum punda en árið 2010 var þessi upphæð „aðeins" 23 milljónir punda eða 4,3 milljarðar kr.

Athygli vekur að Chelsea tapaði um 71 milljónum punda á síðasta rekstrarári - rétt rúmlega 13 milljörðum kr. Félagið keypti hinsvegar tvo leikmenn í gær fyrir 75 milljón pund, Fernando Torres frá Liverpool fyrir 50 milljónir punda (9,2 milljarða kr.) og brasilíska varnarmanninn David Luiz frá Benfica í Portúgal fyrir 25 milljónir punda (4,6 milljarða kr.)

Chelsea eyddi því 13,8 milljörðum kr. í leikmannakaup í gær sem er 800 milljónum meira en taprekstur félagsins á síðasta rekstrarári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×