Fótbolti

Barcelona skellti Bæjurum og vann Audi-bikarinn - Thiago með tvö

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thiago fagnar hér öðru marka sinna í kvöld.
Thiago fagnar hér öðru marka sinna í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Barcelona vann 2-0 sigur á gestgjöfum Bayern München í úrslitaleik Audi-bikarsins á Allianz Arena í München í kvöld. Hinn tvítugi Thiago skoraði bæði mörk Evrópumeistarana í leiknum.

Thiago var í aðalhlutverki hjá Barcelona-liðinu í þessu æfingamóti því hann skoraði bæði mörk liðsins í dag eftir að hafa skorað eitt mark í leiknum á móti Internacional Porto Alegere í undanúrslitunum í gær.

Thiago skoraði fyrra markið á 41. mínútu með skalla eftir sendingu Jonathan Soriano og það seinna skoraði hann á 75. mínútu eftir sendingu frá Hollendingnum Ibrahim Afellay.

Thiago byrjaði á miðju Barcelona með þeim Seydou Keita og Andrés Iniesta en í framlínunni byrjuðu þeir Pedro Rodríguez, David Villa og Jonathan Soriano.

Brasilíska liðið Internacional Porto Alegere tryggði sér þriðja sætið í mótinu eftir sigur á AC Milan í vítakeppni fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×