Fótbolti

Líklega húðstrýktir fyrir rassafagnið

Tveir leikmenn íranska liðsins Persepolis eru komnir í ótímabundið leikbann og fengu 4,5 milljón króna sekt hvor fyrir óviðeigandi fagn í leik á dögunum.

Annar leikmaður liðsins gerði sér lítið fyrir og setti hendina á milli rasskinna félaga síns er þeir voru að fagna markinu. Í Íran eru strangar siðareglur og að haga sér svona í sjónvarpinu er afar illa liðið.

Reyndar er óskiljanlegt að maðurinn sem fékk hendina í rassinn sé einnig refsað því hann hafði ekki hugmynd um hvað félagi sinn var að gera.

Frekari refsingar gætu beðið félaganna því slíkt brot gæti leitt til tveggja ára fangelsisvisar og 74 svipuhögga.

Þingmenn í Íran hafa kallað eftir því að leikmönnunum verði refsað grimmilega og það strax. Verði þeir húðstrýktir mun refsingin fara fram á fótboltavellinum þar sem þeir fögnuðu.

Fögnuðinn umdeilda má sjá í myndbandinu hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×