Enn snjóar á íslenska knattspyrnuvelli - vallarstjórar svartsýnir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2011 10:51 Víkingsvöllurinn var þakinn snjó í morgun. Mynd/Víkingur Þegar íbúar höfuðborgarsvæðisins vöknuðu í morgun blasti við þeim hvít jörð og falla snjókornin enn þegar þessi orð eru skrifuð. Aðeins þrettán dagar eru í fyrsta leik á Íslandsmótinu, Pepsi-deild karla. Vísir hringdi í vallarstjóra þeirra félaga sem eiga heimaleik í fyrstu umferð sem fer fram dagana 1. og 2. maí. Opnunarleikur mótsins fer fram á Kópavogsvelli þegar að Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti KR en áætlað er að fimm leikir fari fram mánudagskvöldið 2. maí. Helmingur vallanna sem verða notaðir í fyrstu umferðinni eru upphitaðir og líklegt er að leikir geti farið fram á þeim völlum eins og áætlað var. Þetta eru heimavellir Breiðabliks, Vals og Keflavíkur. Hins vegar er útlitið nokkuð svart á óupphituðu völlunum - Fylkisvelli, Víkingsvelli og Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum og alls óvíst hvort að leikir geti farið fram á tilsettum tíma.Fylkisvöllur „Mér líst ekkert vel á þetta," sagði Guðmann Hauksson, vallarstjóri á Fylkisvellinum. „Það er bara enn vetur og ekki útlitið fyrir að vorið komi á allra næstu dögum, miðað við spána." „Það hefur svo sem ekki verið mikið frost í jörðinni undanfarna daga en hitastigið í jarðveginum er ekki það mikið að það sé mikið að gerast. Það þarf meiri hita í jörðina til að fá grasið fari að vaxa almennilega. Það hefur eitthvað verið að mjakast undanfarið en ekkert af viti." Hann segir að Fylkisvöllur hafi alltaf verið seinn til, miðað við aðra velli í Reykjavík, og að tíðarfarið hjálpi ekki til. „Það er kaldara hér en til að mynda vestur í bæ. Það er ekki víst að það snjói á KR-völlinn þegar það snjóar hér. Við höfum verið 7-10 dögum á eftir hinum." „Miðað við veðurspána er útlitið ekki gott," sagði Guðmann og mátti heyra á honum að hann væri ekki bjartsýnn á að leikur Fylkis og Grindavíkur gæti farið fram á réttum tíma.Víkingsvöllur „Hér er bara hvítt útlits," sagði Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings. „Völlurinn er mjög blautur og við erum að bíða eftir þurrkutíð," bætti hann við og mátti heyra bæði á honum og fleirum að það væri helsta vandamálið - bleytan. „Við getum ekki farið með nein tæki út á völlinn til að vinna í vellinum og sanda hann. Líkurnar á frestun aukast frá degi til dags." „Við þurfum að fá þurrkutíð og 7-10 stiga hita. En það er bara rigning í kortunum og því lítur þetta ekki nógu vel út." En hann segir að það sé erfitt að spá um framhaldið á þessum tímapunkti. Þetta muni einfaldlega ráðast mikið af tíðarfarinu á síðustu vikunni í apríl. „Með sama áframhaldi getur það varla talist raunhæft að spila á þessum velli þann 2. maí. Við þurfum bara að sjá til."Vestmannaeyjar „Þetta tók smá kipp fyrir viku síðan þegar það komu smá hlýjindi. Þá varð völlurinn aðeins grænn en það vantar enn nokkuð upp á," sagði Kári Þorleifsson, vallarstjóri Hásteinsvallar. Hann var þó enn bjartsýnn á að leikur ÍBV gegn Fram færi fram á réttum tíma. „En það fer eftir síðustu vikunni fyrir mót. Völlurinn er fljótur að taka við sér ef hann fær rétttar aðstæður. Við ætlum að láta reyna á þetta fram á síðustu stundu. Aðalmálið er að það fari að hlýna aðeins - það er kalt og spáin er þannig fyrir næstu daga."Aðrir vellir Heyra mátti á vallarstjórum Vals og Breiðabliks að hitunarkerfið kæmi að góðum notum við þessar aðstæður. „Völlurinn leit ágætlega út á föstudaginn," sagði Theódór Hjalti Valsson, vallarstjóri á Vodafone-vellinum. „Vandamálið er að hann er allt of blautur og getum við ekkert unnið í honum. Þetta er eitt blautasta vor í manna minnum. Við bárum á hann áburð á daginn en þurfum að bíða eftir þurrkutíð og hlýjindum til að geta unnið frekar í honum eins og þarf að gera." „En ég held að við séum að fara að spila á þessum velli, ekki nema að þetta haldi svona áfram út mánuðinn," sagði hann og átti þá við snjókomuna og kuldann. „Við þurfum nokkra daga með ágætis hita," sagði Jóhann Örn Sveinbjörnsson sem starfar á Kópavogsvellinum. „Við erum með dúk á vellinum núna sem hjálpar til við að halda kuldanum frá. Grasið hefur tekið ágætlega við sér og ég tel að hér verði spilað þann 1. maí." „Þetta lítur þokkalega út," sagði Sævar Leifsson, vallarstjóri Nettóvallarins í Keflavík. „Það snjóar aðeins en hefur ekki náð að festa neitt að viti." „Þetta er orðið þokkalegt en völlurinn á þó töluvert eftir. Við erum þó bjartsýnir á að þetta verði klárt í tæka tíð," sagði hann og bætti við að hitakerfið hefði hjálpað mikið til.Viðbrögð KSÍ Heyra mátti á fulltrúum KSÍ í morgun að ekki yrði tekin ákvörðun um frestun leikja á þessum tímapunkti heldur yrði fylgst með þróun mála á völlunum eftir því sem nær dregur fyrstu umferðinni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Þegar íbúar höfuðborgarsvæðisins vöknuðu í morgun blasti við þeim hvít jörð og falla snjókornin enn þegar þessi orð eru skrifuð. Aðeins þrettán dagar eru í fyrsta leik á Íslandsmótinu, Pepsi-deild karla. Vísir hringdi í vallarstjóra þeirra félaga sem eiga heimaleik í fyrstu umferð sem fer fram dagana 1. og 2. maí. Opnunarleikur mótsins fer fram á Kópavogsvelli þegar að Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti KR en áætlað er að fimm leikir fari fram mánudagskvöldið 2. maí. Helmingur vallanna sem verða notaðir í fyrstu umferðinni eru upphitaðir og líklegt er að leikir geti farið fram á þeim völlum eins og áætlað var. Þetta eru heimavellir Breiðabliks, Vals og Keflavíkur. Hins vegar er útlitið nokkuð svart á óupphituðu völlunum - Fylkisvelli, Víkingsvelli og Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum og alls óvíst hvort að leikir geti farið fram á tilsettum tíma.Fylkisvöllur „Mér líst ekkert vel á þetta," sagði Guðmann Hauksson, vallarstjóri á Fylkisvellinum. „Það er bara enn vetur og ekki útlitið fyrir að vorið komi á allra næstu dögum, miðað við spána." „Það hefur svo sem ekki verið mikið frost í jörðinni undanfarna daga en hitastigið í jarðveginum er ekki það mikið að það sé mikið að gerast. Það þarf meiri hita í jörðina til að fá grasið fari að vaxa almennilega. Það hefur eitthvað verið að mjakast undanfarið en ekkert af viti." Hann segir að Fylkisvöllur hafi alltaf verið seinn til, miðað við aðra velli í Reykjavík, og að tíðarfarið hjálpi ekki til. „Það er kaldara hér en til að mynda vestur í bæ. Það er ekki víst að það snjói á KR-völlinn þegar það snjóar hér. Við höfum verið 7-10 dögum á eftir hinum." „Miðað við veðurspána er útlitið ekki gott," sagði Guðmann og mátti heyra á honum að hann væri ekki bjartsýnn á að leikur Fylkis og Grindavíkur gæti farið fram á réttum tíma.Víkingsvöllur „Hér er bara hvítt útlits," sagði Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings. „Völlurinn er mjög blautur og við erum að bíða eftir þurrkutíð," bætti hann við og mátti heyra bæði á honum og fleirum að það væri helsta vandamálið - bleytan. „Við getum ekki farið með nein tæki út á völlinn til að vinna í vellinum og sanda hann. Líkurnar á frestun aukast frá degi til dags." „Við þurfum að fá þurrkutíð og 7-10 stiga hita. En það er bara rigning í kortunum og því lítur þetta ekki nógu vel út." En hann segir að það sé erfitt að spá um framhaldið á þessum tímapunkti. Þetta muni einfaldlega ráðast mikið af tíðarfarinu á síðustu vikunni í apríl. „Með sama áframhaldi getur það varla talist raunhæft að spila á þessum velli þann 2. maí. Við þurfum bara að sjá til."Vestmannaeyjar „Þetta tók smá kipp fyrir viku síðan þegar það komu smá hlýjindi. Þá varð völlurinn aðeins grænn en það vantar enn nokkuð upp á," sagði Kári Þorleifsson, vallarstjóri Hásteinsvallar. Hann var þó enn bjartsýnn á að leikur ÍBV gegn Fram færi fram á réttum tíma. „En það fer eftir síðustu vikunni fyrir mót. Völlurinn er fljótur að taka við sér ef hann fær rétttar aðstæður. Við ætlum að láta reyna á þetta fram á síðustu stundu. Aðalmálið er að það fari að hlýna aðeins - það er kalt og spáin er þannig fyrir næstu daga."Aðrir vellir Heyra mátti á vallarstjórum Vals og Breiðabliks að hitunarkerfið kæmi að góðum notum við þessar aðstæður. „Völlurinn leit ágætlega út á föstudaginn," sagði Theódór Hjalti Valsson, vallarstjóri á Vodafone-vellinum. „Vandamálið er að hann er allt of blautur og getum við ekkert unnið í honum. Þetta er eitt blautasta vor í manna minnum. Við bárum á hann áburð á daginn en þurfum að bíða eftir þurrkutíð og hlýjindum til að geta unnið frekar í honum eins og þarf að gera." „En ég held að við séum að fara að spila á þessum velli, ekki nema að þetta haldi svona áfram út mánuðinn," sagði hann og átti þá við snjókomuna og kuldann. „Við þurfum nokkra daga með ágætis hita," sagði Jóhann Örn Sveinbjörnsson sem starfar á Kópavogsvellinum. „Við erum með dúk á vellinum núna sem hjálpar til við að halda kuldanum frá. Grasið hefur tekið ágætlega við sér og ég tel að hér verði spilað þann 1. maí." „Þetta lítur þokkalega út," sagði Sævar Leifsson, vallarstjóri Nettóvallarins í Keflavík. „Það snjóar aðeins en hefur ekki náð að festa neitt að viti." „Þetta er orðið þokkalegt en völlurinn á þó töluvert eftir. Við erum þó bjartsýnir á að þetta verði klárt í tæka tíð," sagði hann og bætti við að hitakerfið hefði hjálpað mikið til.Viðbrögð KSÍ Heyra mátti á fulltrúum KSÍ í morgun að ekki yrði tekin ákvörðun um frestun leikja á þessum tímapunkti heldur yrði fylgst með þróun mála á völlunum eftir því sem nær dregur fyrstu umferðinni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira