Nýdæmdur grunaður um lífshættulega árás 13. janúar 2011 06:15 Árásin á nýársnótt var framin í Hafnarstræti. Sá sem slasaðist féll niður stiga og í kjölfarið er talið að Andri Vilhelm hafi traðkað á andliti hans og veitt honum lífshættulega áverka á heila.Fréttablaðið/gva Andri Vilhelm Guðmundsson, 24 ára Keflvíkingur, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás á nýársnótt. Andri var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 26. nóvember síðastliðinn fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, rán og frelsissviptingu en gekk laus þar sem hann tók sér frest til að áfrýja dómnum. Andri var handtekinn 2. janúar grunaður um að hafa lent í átökum við mann í Hafnarstræti á nýársnótt og veitt honum alvarlega áverka. Hann var úrskurðaður í fjögurra daga varðhald, sem síðan var framlengt til 4. febrúar. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í fyrradag. Samkvæmt honum er Andri grunaður um að hafa hrint hinum manninum niður tröppur og síðan sparkað í eða traðkað á höfði hans og andliti. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut lífshættulega áverka á heila en útlit er fyrir að hann nái sér að mestu. Vitni lýsa átökunum á þann veg að báðir mennirnir hafi rifið sig úr að ofan og að Andri Vilhelm hafi veist að hinum með karate- og „kick-box“-spörkum. Lögregla telur atlöguna varða við 218. grein hegningarlaga um sérstaklega alvarlega líkamsárás. Hámarksfangelsi fyrir slíka árás er sextán ára fangelsi. Andri hefur viðurkennt að hafa lent í átökum við manninn en hafnar því alfarið að hafa hrint honum niður tröppur eða traðkað á höfði hans. Á nýársnótt voru ekki liðnar nema sex vikur síðan Andri hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tvær líkamsárásir, rán og frelsissviptingu. Í öðru málinu var hann fundinn sekur um að hafa brotið fjölmörg bein í andliti manns með því að berja hann með steini. Í hinu málinu var hann dæmdur ásamt samverkamanni fyrir að halda manni föngnum í átta klukkustundir og ganga í skrokk á honum. Þeir lokuðu manninn meðal annars inni í fataskáp og hengdu 400 vatta ljósaperu yfir höfuðið á honum, vöfðu síðar rafmagnssnúru um háls hans og hertu að þar til maðurinn missti nánast meðvitund og bundu hann að síðustu við stól, límdu fyrir munn hans og börðu hann í bringuna með golfkylfu. Að þessu loknu neyddu þeir hann til að fara í banka og biðja um yfirdrátt til að greiða skuld, annars hlyti sambýliskona hans verra af. Dómurinn var ekki birtur Andra fyrr en 3. janúar og ekki er unnt að fullnusta hann strax þar sem hann tók sér frest til að áfrýja. stigur@frettabladid.is Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Andri Vilhelm Guðmundsson, 24 ára Keflvíkingur, situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um alvarlega líkamsárás á nýársnótt. Andri var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi 26. nóvember síðastliðinn fyrir tvær hrottafengnar líkamsárásir, rán og frelsissviptingu en gekk laus þar sem hann tók sér frest til að áfrýja dómnum. Andri var handtekinn 2. janúar grunaður um að hafa lent í átökum við mann í Hafnarstræti á nýársnótt og veitt honum alvarlega áverka. Hann var úrskurðaður í fjögurra daga varðhald, sem síðan var framlengt til 4. febrúar. Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn í fyrradag. Samkvæmt honum er Andri grunaður um að hafa hrint hinum manninum niður tröppur og síðan sparkað í eða traðkað á höfði hans og andliti. Maðurinn höfuðkúpubrotnaði og hlaut lífshættulega áverka á heila en útlit er fyrir að hann nái sér að mestu. Vitni lýsa átökunum á þann veg að báðir mennirnir hafi rifið sig úr að ofan og að Andri Vilhelm hafi veist að hinum með karate- og „kick-box“-spörkum. Lögregla telur atlöguna varða við 218. grein hegningarlaga um sérstaklega alvarlega líkamsárás. Hámarksfangelsi fyrir slíka árás er sextán ára fangelsi. Andri hefur viðurkennt að hafa lent í átökum við manninn en hafnar því alfarið að hafa hrint honum niður tröppur eða traðkað á höfði hans. Á nýársnótt voru ekki liðnar nema sex vikur síðan Andri hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir tvær líkamsárásir, rán og frelsissviptingu. Í öðru málinu var hann fundinn sekur um að hafa brotið fjölmörg bein í andliti manns með því að berja hann með steini. Í hinu málinu var hann dæmdur ásamt samverkamanni fyrir að halda manni föngnum í átta klukkustundir og ganga í skrokk á honum. Þeir lokuðu manninn meðal annars inni í fataskáp og hengdu 400 vatta ljósaperu yfir höfuðið á honum, vöfðu síðar rafmagnssnúru um háls hans og hertu að þar til maðurinn missti nánast meðvitund og bundu hann að síðustu við stól, límdu fyrir munn hans og börðu hann í bringuna með golfkylfu. Að þessu loknu neyddu þeir hann til að fara í banka og biðja um yfirdrátt til að greiða skuld, annars hlyti sambýliskona hans verra af. Dómurinn var ekki birtur Andra fyrr en 3. janúar og ekki er unnt að fullnusta hann strax þar sem hann tók sér frest til að áfrýja. stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira