Enski boltinn

Balotelli þarf ekki í aðgerð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Mario Balotelli þarf ekki að gangast undir aðgerð vegna hnémeiðsla sinna, samkvæmt því sem umboðsmaður hans segir.

Hann þarf þó að hvíla næsta mánuðinn vegna meiðslanna. Balotelli gekkst fyrr í haust undir aðgerð vegna hnémeiðsla og var hann frá í tvo mánuði vegna þessa.

Balotelli gæti næst spilað þegar að City mætir Manchester United í grannaslag liðanna í febrúar.

„Eins og er þá er hann ekki á leiðinni í aðgerð," sagði umboðsmaðurinn Mino Raiola í samtali við ítalska fjölmiðla.

Raiola útilokað enn fremur að Balotelli sé á leið aftur til Ítalíu í sumar og þá til AC Milan. „Það væri draumur fyrir þá að geta stillt upp Balotelli, Ibrahimovic og Cassano í sókninni en ég efast um að það verði að raunveruleika. Honum líður vel hjá City og ég á von á að hann verði áfram þar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×