Starfslokasamingur sparisjóðsstjóra: „Það á að taka mig af lífi" SB skrifar 1. febrúar 2011 11:52 Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri. Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, segir fréttir um starfslokasamning sinn hjá Sparisjóði Keflavíkur opinbera aftöku. Honum hafi verið stillt upp við vegg og fréttirnar skaði bæði hann og hans fjölskyldu. „Það virðist vera bein lína úr sparisjóðnum inn í sjónvarp og þar eru fréttir í upphrópunarstíl. Þetta er opinber aftaka sem á að fara fram á mér og minni fjölskyldu," segir Geirmundur. Geirmundur Kristinsson lét af störfum sem sparisjóðsstjóri árið 2009. Í frétt Rúv í gærkvöldi kom fram að upphaflegur starfslokasamningur Geirmundur hafi vakið furðu og hneykslan og verið breytt. Í samningnum hafi verið ákvæði um að 60 milljón króna skuld sonar Geirmundar yrði afskrifuð og flutt í einkahlutafélag, hann myndi fá 6 mánaða laun í eingreiðslu þegar hann léti af störfum, honum yrði greiddur ferðakostnaður vegna afmælis síns og starfa áfram við hlið nýs sparissjóðsstjóra til áramóta á fullum launum. Kristján Gunnarsson, verkalýðsforingi á Suðurnesjum, sagði í fréttunum í gær að það hefði verið yfirsjón að skrifa undir samninginn, hann hefði ekki lesið hann og þegar hann hafi komist að efni hans hafi samningurinn verið leiðréttur. Geirmundur segir mikilvægt að halda því til haga að sá samningur sem talað hafi verið um í fréttum Rúv hafi aðeins verið drög að samningi. „Þetta voru drög að samningi og mér finnst mjög undarlegt að birta slík drög í fréttum." Spurður út í hvort rétt sé að hann hafi farið fram á afskriftir á skuld sonar síns segir Geirmundur: „Ég get ekki neitað því sem kemur fram í þessum drögum. En ég get staðfest að slíkt ákvæði er ekki í mínum starfslokasamningi í dag." Geirmundur segir fréttirnar beinast að hans persónu. „Það á að taka mig af lífi og það er búið að því." Hann segist vilja bíða með að tjá sig nákvæmlega um efnisatriði málsins þar til hann hafi leitað sér lögfræðiaðstoðar: „Ég vil bara fá að vera í friði með minni fjölskyldu." Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, segir fréttir um starfslokasamning sinn hjá Sparisjóði Keflavíkur opinbera aftöku. Honum hafi verið stillt upp við vegg og fréttirnar skaði bæði hann og hans fjölskyldu. „Það virðist vera bein lína úr sparisjóðnum inn í sjónvarp og þar eru fréttir í upphrópunarstíl. Þetta er opinber aftaka sem á að fara fram á mér og minni fjölskyldu," segir Geirmundur. Geirmundur Kristinsson lét af störfum sem sparisjóðsstjóri árið 2009. Í frétt Rúv í gærkvöldi kom fram að upphaflegur starfslokasamningur Geirmundur hafi vakið furðu og hneykslan og verið breytt. Í samningnum hafi verið ákvæði um að 60 milljón króna skuld sonar Geirmundar yrði afskrifuð og flutt í einkahlutafélag, hann myndi fá 6 mánaða laun í eingreiðslu þegar hann léti af störfum, honum yrði greiddur ferðakostnaður vegna afmælis síns og starfa áfram við hlið nýs sparissjóðsstjóra til áramóta á fullum launum. Kristján Gunnarsson, verkalýðsforingi á Suðurnesjum, sagði í fréttunum í gær að það hefði verið yfirsjón að skrifa undir samninginn, hann hefði ekki lesið hann og þegar hann hafi komist að efni hans hafi samningurinn verið leiðréttur. Geirmundur segir mikilvægt að halda því til haga að sá samningur sem talað hafi verið um í fréttum Rúv hafi aðeins verið drög að samningi. „Þetta voru drög að samningi og mér finnst mjög undarlegt að birta slík drög í fréttum." Spurður út í hvort rétt sé að hann hafi farið fram á afskriftir á skuld sonar síns segir Geirmundur: „Ég get ekki neitað því sem kemur fram í þessum drögum. En ég get staðfest að slíkt ákvæði er ekki í mínum starfslokasamningi í dag." Geirmundur segir fréttirnar beinast að hans persónu. „Það á að taka mig af lífi og það er búið að því." Hann segist vilja bíða með að tjá sig nákvæmlega um efnisatriði málsins þar til hann hafi leitað sér lögfræðiaðstoðar: „Ég vil bara fá að vera í friði með minni fjölskyldu."
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira