Enski boltinn

Torres á bekknum í fyrsta leik?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar staðhæfa að Fernando Torres verði á bekknum þegar að Chelsea mætir Stoke í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um aðra helgi.

Andre-Villas Boas tók við starfi knattspyrnustjóra Chelsea í sumar og er sagður ætla að stilla upp Didier Drogba sem fremsta manni í leikkerfinu 4-3-3.

Chelsea greiddi Liverpool 50 milljónir punda fyrir Torres í janúar síðastliðnum en hann náði aðeins að skora eitt mark í átján leikjum með Chelsea eftir það.

Hann skoraði síðara mark Chelsea í 2-0 sigri á Aston Villa í æfingaleik í Hong Kong um helgina en það var fyrsta markið hans á undirbúningstímabilinu. Chelsea mætir Rangers í æfingaleik um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×