Hvítabirnir líka jurtaætur og geta verið án matar mánuðum saman KMU skrifar 8. maí 2011 19:20 Hvítabirnir éta bæði gras og þang og þeir eru oftast skræfur í samskiptum við menn, ólíkt því sem margir halda, en ýmsar ranghugmyndir um atferli hvítabjarna virðast áberandi í umræðunni hérlendis. Þegar skipverjar drápu ísbjörn á sundi út af Vestfjörðum fyrir átján árum var rætt um að hann hefði annars orðið aðframkominn og drukknað. Nú er staðfest að birnir geta leikandi synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel margar ferðir án matar. Svo er sagt er að til Íslands komi bara gömul, veik og villuráfandi dýr. Ævar Petersen dýrafræðingur telur að þetta séu ekki dýr á síðasta snúningi og hallast fremur að því að þau sé eðlilegur hluti af stofninum. Bjarndýrin eru sögð utan heimkynna sinna. Ævar telur þvert á móti að þau sem hingað komi séu ekki utan heimkynna sinna enda hafi þetta gerst alla tíð. Svo segja menn eitthvað skrýtið að gerast af því að svo margir hafi komið síðustu ár. Ævar segir að það sé alger firra, sem haldið hefur verið fram, að á undan þessum síðustu sem komu hafi aðeins fjórir birnir komið hingað á síðustu 70 árum. Þeir séu að minnsta kosti 30 á þessu tímabili, og telur Ævar að lengra tímabil þurfi til að fullyrða að bjarnarkomum sé að fjölga. Ævar hafnar líka staðhæfingum um hættu á að tríkínur berist með þeim, - þær hefðu þá átt að berast fyrir löngu. Svo eru þeir sagðir árásargjarnir. Ævar segir að því fari fjarri að hvítabirnir ráðist alltaf á menn. Raunar forðast þeir menn og oftast dugar að fæla þá í burtu með hávaða. Þá hunskast þeir yfirleitt í burtu og eru jafnvel hræddari en mennirnir, segir Ævar, en tekur jafnframt fram að það komi fyrir að þeir nálgist menn. Með aukinni þekkingu á atferli hvítabjarna hefur árásum á fólk snarfækkað á undanförnum áratugum. Í Kanada, þar sem nábýlið er einna mest, eru 22 ár frá því hvítabjörn varð manni síðast að bana, og í Alaska er aðeins vitað um eitt dauðsfall á síðustu þrjátíu árum. Hérlendis eru drápin réttlætt með því að þeir séu glorhungraðir og finni engan mat. Sannleikurinn er sá að þeir geta verið án matar mánuðum saman, - það fer þó eftir ástandi þeirra, að sögn Ævars. Fullorðnum birni dugar venjulegast einn selur á viku. En þeir éta líka þang og þara, - eru sem sagt jurtaætur líka. Hundar éta stundum gras, segir Ævar. "Hvítabirnir gera það líka." Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Hvítabirnir éta bæði gras og þang og þeir eru oftast skræfur í samskiptum við menn, ólíkt því sem margir halda, en ýmsar ranghugmyndir um atferli hvítabjarna virðast áberandi í umræðunni hérlendis. Þegar skipverjar drápu ísbjörn á sundi út af Vestfjörðum fyrir átján árum var rætt um að hann hefði annars orðið aðframkominn og drukknað. Nú er staðfest að birnir geta leikandi synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel margar ferðir án matar. Svo er sagt er að til Íslands komi bara gömul, veik og villuráfandi dýr. Ævar Petersen dýrafræðingur telur að þetta séu ekki dýr á síðasta snúningi og hallast fremur að því að þau sé eðlilegur hluti af stofninum. Bjarndýrin eru sögð utan heimkynna sinna. Ævar telur þvert á móti að þau sem hingað komi séu ekki utan heimkynna sinna enda hafi þetta gerst alla tíð. Svo segja menn eitthvað skrýtið að gerast af því að svo margir hafi komið síðustu ár. Ævar segir að það sé alger firra, sem haldið hefur verið fram, að á undan þessum síðustu sem komu hafi aðeins fjórir birnir komið hingað á síðustu 70 árum. Þeir séu að minnsta kosti 30 á þessu tímabili, og telur Ævar að lengra tímabil þurfi til að fullyrða að bjarnarkomum sé að fjölga. Ævar hafnar líka staðhæfingum um hættu á að tríkínur berist með þeim, - þær hefðu þá átt að berast fyrir löngu. Svo eru þeir sagðir árásargjarnir. Ævar segir að því fari fjarri að hvítabirnir ráðist alltaf á menn. Raunar forðast þeir menn og oftast dugar að fæla þá í burtu með hávaða. Þá hunskast þeir yfirleitt í burtu og eru jafnvel hræddari en mennirnir, segir Ævar, en tekur jafnframt fram að það komi fyrir að þeir nálgist menn. Með aukinni þekkingu á atferli hvítabjarna hefur árásum á fólk snarfækkað á undanförnum áratugum. Í Kanada, þar sem nábýlið er einna mest, eru 22 ár frá því hvítabjörn varð manni síðast að bana, og í Alaska er aðeins vitað um eitt dauðsfall á síðustu þrjátíu árum. Hérlendis eru drápin réttlætt með því að þeir séu glorhungraðir og finni engan mat. Sannleikurinn er sá að þeir geta verið án matar mánuðum saman, - það fer þó eftir ástandi þeirra, að sögn Ævars. Fullorðnum birni dugar venjulegast einn selur á viku. En þeir éta líka þang og þara, - eru sem sagt jurtaætur líka. Hundar éta stundum gras, segir Ævar. "Hvítabirnir gera það líka."
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira