Hvítabirnir líka jurtaætur og geta verið án matar mánuðum saman KMU skrifar 8. maí 2011 19:20 Hvítabirnir éta bæði gras og þang og þeir eru oftast skræfur í samskiptum við menn, ólíkt því sem margir halda, en ýmsar ranghugmyndir um atferli hvítabjarna virðast áberandi í umræðunni hérlendis. Þegar skipverjar drápu ísbjörn á sundi út af Vestfjörðum fyrir átján árum var rætt um að hann hefði annars orðið aðframkominn og drukknað. Nú er staðfest að birnir geta leikandi synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel margar ferðir án matar. Svo er sagt er að til Íslands komi bara gömul, veik og villuráfandi dýr. Ævar Petersen dýrafræðingur telur að þetta séu ekki dýr á síðasta snúningi og hallast fremur að því að þau sé eðlilegur hluti af stofninum. Bjarndýrin eru sögð utan heimkynna sinna. Ævar telur þvert á móti að þau sem hingað komi séu ekki utan heimkynna sinna enda hafi þetta gerst alla tíð. Svo segja menn eitthvað skrýtið að gerast af því að svo margir hafi komið síðustu ár. Ævar segir að það sé alger firra, sem haldið hefur verið fram, að á undan þessum síðustu sem komu hafi aðeins fjórir birnir komið hingað á síðustu 70 árum. Þeir séu að minnsta kosti 30 á þessu tímabili, og telur Ævar að lengra tímabil þurfi til að fullyrða að bjarnarkomum sé að fjölga. Ævar hafnar líka staðhæfingum um hættu á að tríkínur berist með þeim, - þær hefðu þá átt að berast fyrir löngu. Svo eru þeir sagðir árásargjarnir. Ævar segir að því fari fjarri að hvítabirnir ráðist alltaf á menn. Raunar forðast þeir menn og oftast dugar að fæla þá í burtu með hávaða. Þá hunskast þeir yfirleitt í burtu og eru jafnvel hræddari en mennirnir, segir Ævar, en tekur jafnframt fram að það komi fyrir að þeir nálgist menn. Með aukinni þekkingu á atferli hvítabjarna hefur árásum á fólk snarfækkað á undanförnum áratugum. Í Kanada, þar sem nábýlið er einna mest, eru 22 ár frá því hvítabjörn varð manni síðast að bana, og í Alaska er aðeins vitað um eitt dauðsfall á síðustu þrjátíu árum. Hérlendis eru drápin réttlætt með því að þeir séu glorhungraðir og finni engan mat. Sannleikurinn er sá að þeir geta verið án matar mánuðum saman, - það fer þó eftir ástandi þeirra, að sögn Ævars. Fullorðnum birni dugar venjulegast einn selur á viku. En þeir éta líka þang og þara, - eru sem sagt jurtaætur líka. Hundar éta stundum gras, segir Ævar. "Hvítabirnir gera það líka." Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Hvítabirnir éta bæði gras og þang og þeir eru oftast skræfur í samskiptum við menn, ólíkt því sem margir halda, en ýmsar ranghugmyndir um atferli hvítabjarna virðast áberandi í umræðunni hérlendis. Þegar skipverjar drápu ísbjörn á sundi út af Vestfjörðum fyrir átján árum var rætt um að hann hefði annars orðið aðframkominn og drukknað. Nú er staðfest að birnir geta leikandi synt milli Íslands og Grænlands, jafnvel margar ferðir án matar. Svo er sagt er að til Íslands komi bara gömul, veik og villuráfandi dýr. Ævar Petersen dýrafræðingur telur að þetta séu ekki dýr á síðasta snúningi og hallast fremur að því að þau sé eðlilegur hluti af stofninum. Bjarndýrin eru sögð utan heimkynna sinna. Ævar telur þvert á móti að þau sem hingað komi séu ekki utan heimkynna sinna enda hafi þetta gerst alla tíð. Svo segja menn eitthvað skrýtið að gerast af því að svo margir hafi komið síðustu ár. Ævar segir að það sé alger firra, sem haldið hefur verið fram, að á undan þessum síðustu sem komu hafi aðeins fjórir birnir komið hingað á síðustu 70 árum. Þeir séu að minnsta kosti 30 á þessu tímabili, og telur Ævar að lengra tímabil þurfi til að fullyrða að bjarnarkomum sé að fjölga. Ævar hafnar líka staðhæfingum um hættu á að tríkínur berist með þeim, - þær hefðu þá átt að berast fyrir löngu. Svo eru þeir sagðir árásargjarnir. Ævar segir að því fari fjarri að hvítabirnir ráðist alltaf á menn. Raunar forðast þeir menn og oftast dugar að fæla þá í burtu með hávaða. Þá hunskast þeir yfirleitt í burtu og eru jafnvel hræddari en mennirnir, segir Ævar, en tekur jafnframt fram að það komi fyrir að þeir nálgist menn. Með aukinni þekkingu á atferli hvítabjarna hefur árásum á fólk snarfækkað á undanförnum áratugum. Í Kanada, þar sem nábýlið er einna mest, eru 22 ár frá því hvítabjörn varð manni síðast að bana, og í Alaska er aðeins vitað um eitt dauðsfall á síðustu þrjátíu árum. Hérlendis eru drápin réttlætt með því að þeir séu glorhungraðir og finni engan mat. Sannleikurinn er sá að þeir geta verið án matar mánuðum saman, - það fer þó eftir ástandi þeirra, að sögn Ævars. Fullorðnum birni dugar venjulegast einn selur á viku. En þeir éta líka þang og þara, - eru sem sagt jurtaætur líka. Hundar éta stundum gras, segir Ævar. "Hvítabirnir gera það líka."
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira