Fótbolti

Ronaldinho samdi við Flamengo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Loksins er sápuóperunni um Ronaldinho lokið en kappinn samdi við brasilíska félagið Flamengo eftir allt saman.

Hann hafnaði þar með tækifærinu til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni með Blackburn. Honum stóð einnig til boða að spila með Gremio og Corinthians í heimalandinu.

Ronaldinho skrifaði undir samning sem gildir til ársins 2014.

"Það gleður okkur mikið að tilkynna að Ronaldinho mun spila hjá okkur næstu fjögur árin. Ég þakka stjórninni fyrir fagmannleg vinnubrögð í málinu en þau hafa leitt til þess að leikmaðurinn kemur til okkar," sagði forseti Flamengo, Patricia Arnorim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×