Enski boltinn

Laird var kýldur af afbrýðisömum kærasta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Nú er búið að finna ástæðuna fyrir því af hverju Scott Laird, leikmaður Stevenage, var kýldur af stuðningsmanni liðsins eftir frækinn sigur liðsins á Newcastle í bikarnum.

Maðurinn sem kýldi Laird heitir Rob Fitzgerald og er unnusti fyrrum kærustu Laird. Hann var að verja heiður hennar að sögn stúlkunnar sem er ólétt.

Fitzgerald var handtekinn vegna málsins og á yfir höfði sér tíu ára bann frá breskum fótboltavöllum vegna höggsins sem var nokkuð öflugt.

"Ég hef ekki verið í neinu sambandi við Scott í tvö eða þrjú ár en Rob vissi af sambandinu. Scott var mikill kvennamaður. Rob missti stjórn á sér þegar hann sá Scott fagna eftir leik. Hann var búinn að fá sér vel í tánna og þess vegna gerðist þetta," sagði stúlkan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×