Enski boltinn

Juventus sýnir Torres áhuga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Þó svo Fernando Torres sé í lélegu formi hafa menn ekki misst trúna á honum. Juventus er núna að gera sér vonir um að geta keypt hann frá Liverpool næsta sumar.

Í síðustu viku var það FC Bayern sem sýndi áhuga en Liverpool fær eflaust nokkuð af tölvupósti vegna leikmannsins.

Juve er nýbúið að kaupa Luca Toni og félagið sér Torres sem fullkominn framherja með honum.

Juve er sagt vera tilbúið að greiða Liverpool 30 milljónir evra fyrir Torres og Brasilíumaðurinn Amauri myndi fylgja með í kaupunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×