Enski boltinn

Spurs á eftir Phil Neville

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Phil Neville.
Phil Neville.

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, kemur stöðugt á óvart og nú hefur það kvisast út að hann sé ekki bara að reyna að fá David Beckham heldur einnig fyrrum félaga Beckham hjá Man. Utd, Phil Neville.

Neville hefur enn mikinn metnað og vill gjarna spila í Meistaradeildinni á nýjan leik en sá möguleiki er ekki upp á borðum hjá EVerton.

Hermt er að Spurs sé búið að bóða Everton 1.5 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Neville er afar fjölhæfur leikmaður og hefur verið límið í liði Everton síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×