Háhýsin sveifluðust sem væru úr gúmmíi Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. mars 2011 00:00 Í tókýó Mölbrotinn varningur í postulínsbúð í Tókýó eftir risajarðskjálftann í gærmorgun. Skemmdir voru afar mismunandi eftir borgarhlutum. Nordicphotos/AFP Smástund leið áður en fólk áttaði sig á því að risajarðskjálftinn í Japan í gær væri stærri en gengur og gerist. Jarðskjálftar eru þar svo tíðir að fæstir kippa sér upp við smáskjálfta.Árni KristjánssonÁrni Kristjánsson, doktorsnemi við Listaháskólann í Tókýó, var staddur á veitingahúsi í miðborginni þegar skjálftinn brast á, laust fyrir klukkan þrjú síðdegis að staðartíma. „Þetta byrjaði eins og þessi venjulegi hristingur, en svo leit fólk hvað á annað inni á veitingastaðnum, þegar rann upp fyrir því að þetta væri eitthvað meira. Eftir fyrstu tíu sekúndurnar var það orðið mjög augljóst að þetta var ekki venjulegur skjálfti.“ Árni hljóp út af veitingastaðnum og út á miðja götu. „Þarna er mjög mikið af mjóum háhýsum, átta til tíu hæðir, allt í kring. Þau sveifluðust um eins og þau væru gerð úr gúmmíi og mikil mildi að glerið skyldi ekki brotna í rúðunum. Maður sá grindurnar bogna. Þetta var alveg svakaleg sjón og fólk greinilega frekar hrætt.“ Vegna þess að lestarkerfið í Tókýó lá niðri eftir stóra skjálftann var ekki hlaupið að því að komast um borgina. Árni segir leigubíla strax hafa verið tekna þannig að hans beið tveggja og hálfrar klukkustundar gangur heim. „Og ég sá sem betur fer svo sem engar sérstakar skemmdir á leiðinni heim,“ segir hann. Þegar heim var komið sá hann að hlutir höfðu fallið úr hillum og færst úr stað. Síðan sá hann í fréttunum að annars staðar hefðu hús hrunið og eldar kviknað í borginni, auk viðvarana vegna flóðbylgjunnar sem gekk á land. Á leiðinni heim sagðist Árni hins vegar hafa orðið vel var við eftirskjálftana sem riðu yfir, en þeir voru margir á stærð við og stærri en stærstu skjálftar sem verða hér á landi. „Maður finnur þrýstinginn í jörðinni, en þarf að horfa í kring um sig til að sjá hvort skjálfti er í gangi eða ekki. Svo kannski heyrði ég skilti berjast við næsta húsvegg.“ Árni segir eftirskjálfta hafa komið með um það bil tuttugu mínútna millibili fyrstu klukkustundirnar eftir stóra skjálftann, sem var 8,9 á Richter. Íslendingar sem búsettir eru í Tókýó settu sig strax í samband hver við annan og sagðist Árni ekki hafa heyrt annað en allir væru heilir á húfi. Ástand væri hins vegar dálítið misjafnt eftir hverfum. Þannig virtist lífið ganga sinn vanagang í hans hverfi, verslanir voru opnar og fólk í búðum. Félagi í suðurhluta borgarinnar sagði honum hins vegar að drífa sig í að kaupa inn, því þar hamstraði fólk allt ætilegt í búðum líkt og það byggi sig undir nokkur harðindi. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Smástund leið áður en fólk áttaði sig á því að risajarðskjálftinn í Japan í gær væri stærri en gengur og gerist. Jarðskjálftar eru þar svo tíðir að fæstir kippa sér upp við smáskjálfta.Árni KristjánssonÁrni Kristjánsson, doktorsnemi við Listaháskólann í Tókýó, var staddur á veitingahúsi í miðborginni þegar skjálftinn brast á, laust fyrir klukkan þrjú síðdegis að staðartíma. „Þetta byrjaði eins og þessi venjulegi hristingur, en svo leit fólk hvað á annað inni á veitingastaðnum, þegar rann upp fyrir því að þetta væri eitthvað meira. Eftir fyrstu tíu sekúndurnar var það orðið mjög augljóst að þetta var ekki venjulegur skjálfti.“ Árni hljóp út af veitingastaðnum og út á miðja götu. „Þarna er mjög mikið af mjóum háhýsum, átta til tíu hæðir, allt í kring. Þau sveifluðust um eins og þau væru gerð úr gúmmíi og mikil mildi að glerið skyldi ekki brotna í rúðunum. Maður sá grindurnar bogna. Þetta var alveg svakaleg sjón og fólk greinilega frekar hrætt.“ Vegna þess að lestarkerfið í Tókýó lá niðri eftir stóra skjálftann var ekki hlaupið að því að komast um borgina. Árni segir leigubíla strax hafa verið tekna þannig að hans beið tveggja og hálfrar klukkustundar gangur heim. „Og ég sá sem betur fer svo sem engar sérstakar skemmdir á leiðinni heim,“ segir hann. Þegar heim var komið sá hann að hlutir höfðu fallið úr hillum og færst úr stað. Síðan sá hann í fréttunum að annars staðar hefðu hús hrunið og eldar kviknað í borginni, auk viðvarana vegna flóðbylgjunnar sem gekk á land. Á leiðinni heim sagðist Árni hins vegar hafa orðið vel var við eftirskjálftana sem riðu yfir, en þeir voru margir á stærð við og stærri en stærstu skjálftar sem verða hér á landi. „Maður finnur þrýstinginn í jörðinni, en þarf að horfa í kring um sig til að sjá hvort skjálfti er í gangi eða ekki. Svo kannski heyrði ég skilti berjast við næsta húsvegg.“ Árni segir eftirskjálfta hafa komið með um það bil tuttugu mínútna millibili fyrstu klukkustundirnar eftir stóra skjálftann, sem var 8,9 á Richter. Íslendingar sem búsettir eru í Tókýó settu sig strax í samband hver við annan og sagðist Árni ekki hafa heyrt annað en allir væru heilir á húfi. Ástand væri hins vegar dálítið misjafnt eftir hverfum. Þannig virtist lífið ganga sinn vanagang í hans hverfi, verslanir voru opnar og fólk í búðum. Félagi í suðurhluta borgarinnar sagði honum hins vegar að drífa sig í að kaupa inn, því þar hamstraði fólk allt ætilegt í búðum líkt og það byggi sig undir nokkur harðindi.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira