Háhýsin sveifluðust sem væru úr gúmmíi Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. mars 2011 00:00 Í tókýó Mölbrotinn varningur í postulínsbúð í Tókýó eftir risajarðskjálftann í gærmorgun. Skemmdir voru afar mismunandi eftir borgarhlutum. Nordicphotos/AFP Smástund leið áður en fólk áttaði sig á því að risajarðskjálftinn í Japan í gær væri stærri en gengur og gerist. Jarðskjálftar eru þar svo tíðir að fæstir kippa sér upp við smáskjálfta.Árni KristjánssonÁrni Kristjánsson, doktorsnemi við Listaháskólann í Tókýó, var staddur á veitingahúsi í miðborginni þegar skjálftinn brast á, laust fyrir klukkan þrjú síðdegis að staðartíma. „Þetta byrjaði eins og þessi venjulegi hristingur, en svo leit fólk hvað á annað inni á veitingastaðnum, þegar rann upp fyrir því að þetta væri eitthvað meira. Eftir fyrstu tíu sekúndurnar var það orðið mjög augljóst að þetta var ekki venjulegur skjálfti.“ Árni hljóp út af veitingastaðnum og út á miðja götu. „Þarna er mjög mikið af mjóum háhýsum, átta til tíu hæðir, allt í kring. Þau sveifluðust um eins og þau væru gerð úr gúmmíi og mikil mildi að glerið skyldi ekki brotna í rúðunum. Maður sá grindurnar bogna. Þetta var alveg svakaleg sjón og fólk greinilega frekar hrætt.“ Vegna þess að lestarkerfið í Tókýó lá niðri eftir stóra skjálftann var ekki hlaupið að því að komast um borgina. Árni segir leigubíla strax hafa verið tekna þannig að hans beið tveggja og hálfrar klukkustundar gangur heim. „Og ég sá sem betur fer svo sem engar sérstakar skemmdir á leiðinni heim,“ segir hann. Þegar heim var komið sá hann að hlutir höfðu fallið úr hillum og færst úr stað. Síðan sá hann í fréttunum að annars staðar hefðu hús hrunið og eldar kviknað í borginni, auk viðvarana vegna flóðbylgjunnar sem gekk á land. Á leiðinni heim sagðist Árni hins vegar hafa orðið vel var við eftirskjálftana sem riðu yfir, en þeir voru margir á stærð við og stærri en stærstu skjálftar sem verða hér á landi. „Maður finnur þrýstinginn í jörðinni, en þarf að horfa í kring um sig til að sjá hvort skjálfti er í gangi eða ekki. Svo kannski heyrði ég skilti berjast við næsta húsvegg.“ Árni segir eftirskjálfta hafa komið með um það bil tuttugu mínútna millibili fyrstu klukkustundirnar eftir stóra skjálftann, sem var 8,9 á Richter. Íslendingar sem búsettir eru í Tókýó settu sig strax í samband hver við annan og sagðist Árni ekki hafa heyrt annað en allir væru heilir á húfi. Ástand væri hins vegar dálítið misjafnt eftir hverfum. Þannig virtist lífið ganga sinn vanagang í hans hverfi, verslanir voru opnar og fólk í búðum. Félagi í suðurhluta borgarinnar sagði honum hins vegar að drífa sig í að kaupa inn, því þar hamstraði fólk allt ætilegt í búðum líkt og það byggi sig undir nokkur harðindi. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira
Smástund leið áður en fólk áttaði sig á því að risajarðskjálftinn í Japan í gær væri stærri en gengur og gerist. Jarðskjálftar eru þar svo tíðir að fæstir kippa sér upp við smáskjálfta.Árni KristjánssonÁrni Kristjánsson, doktorsnemi við Listaháskólann í Tókýó, var staddur á veitingahúsi í miðborginni þegar skjálftinn brast á, laust fyrir klukkan þrjú síðdegis að staðartíma. „Þetta byrjaði eins og þessi venjulegi hristingur, en svo leit fólk hvað á annað inni á veitingastaðnum, þegar rann upp fyrir því að þetta væri eitthvað meira. Eftir fyrstu tíu sekúndurnar var það orðið mjög augljóst að þetta var ekki venjulegur skjálfti.“ Árni hljóp út af veitingastaðnum og út á miðja götu. „Þarna er mjög mikið af mjóum háhýsum, átta til tíu hæðir, allt í kring. Þau sveifluðust um eins og þau væru gerð úr gúmmíi og mikil mildi að glerið skyldi ekki brotna í rúðunum. Maður sá grindurnar bogna. Þetta var alveg svakaleg sjón og fólk greinilega frekar hrætt.“ Vegna þess að lestarkerfið í Tókýó lá niðri eftir stóra skjálftann var ekki hlaupið að því að komast um borgina. Árni segir leigubíla strax hafa verið tekna þannig að hans beið tveggja og hálfrar klukkustundar gangur heim. „Og ég sá sem betur fer svo sem engar sérstakar skemmdir á leiðinni heim,“ segir hann. Þegar heim var komið sá hann að hlutir höfðu fallið úr hillum og færst úr stað. Síðan sá hann í fréttunum að annars staðar hefðu hús hrunið og eldar kviknað í borginni, auk viðvarana vegna flóðbylgjunnar sem gekk á land. Á leiðinni heim sagðist Árni hins vegar hafa orðið vel var við eftirskjálftana sem riðu yfir, en þeir voru margir á stærð við og stærri en stærstu skjálftar sem verða hér á landi. „Maður finnur þrýstinginn í jörðinni, en þarf að horfa í kring um sig til að sjá hvort skjálfti er í gangi eða ekki. Svo kannski heyrði ég skilti berjast við næsta húsvegg.“ Árni segir eftirskjálfta hafa komið með um það bil tuttugu mínútna millibili fyrstu klukkustundirnar eftir stóra skjálftann, sem var 8,9 á Richter. Íslendingar sem búsettir eru í Tókýó settu sig strax í samband hver við annan og sagðist Árni ekki hafa heyrt annað en allir væru heilir á húfi. Ástand væri hins vegar dálítið misjafnt eftir hverfum. Þannig virtist lífið ganga sinn vanagang í hans hverfi, verslanir voru opnar og fólk í búðum. Félagi í suðurhluta borgarinnar sagði honum hins vegar að drífa sig í að kaupa inn, því þar hamstraði fólk allt ætilegt í búðum líkt og það byggi sig undir nokkur harðindi.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Sjá meira