Fótbolti

Reynt að kveikja í stuðningsmönnum Króatíu í Aþenu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hér er nýbúið að kasta bensínsprengju í átt að stuðningsmönnum Króatíu.
Hér er nýbúið að kasta bensínsprengju í átt að stuðningsmönnum Króatíu. Nordic Photos / Getty Images
Howard Webb, dómari leiks Grikklands og Króatíu í undankeppni EM 2012 á föstudagskvöldið, varð að stöðva leik í sex mínútur vegna óláta stuðningsmanna liðanna á vellinum.

Leikurinn fór fram í Aþenu en í upphafi leiks réðst stór hópur Grikkja að stuðningsmönnum Króatíu og köstuðu bensínsprengju - svokölluðum Mólótov-kokteil - og blysum að svæðinu þar sem Króatarnir sátu.

Webb stöðvaði leikinn eftir aðeins þrjár mínútur en stuðningsmenn Króatíu svöruðu fyrir sig með því rífa sæti úr stúkunni og kasta að Grikkjunum.

Óeirðarlögregla tók til sinna ráða og beitti ólátabelgum piparúða svo að leikurinn gæti haldið áfram. Grikkir unnu á endanum 2-0 sigur með mörkum þeirra Giorgio Samaras og Theofanis Gekas og komu sér þannig í efsta sæti riðilsins á kostnað Króata. Lokaumferð undankeppninnar fer fram á þriðjudaginn en Grikkir standa óneitanlega vel að vígi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×