Neville hefur ekki trú á enska landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2011 19:45 Gary Neville bregður á leik með hafnaboltaliðinu Chicago White Sox. Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester Untied, telur ólíklegt að England eigi möguleika á að vinna Evrópumeistaratitilinn í Póllandi og Úkraínu næsta sumar. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með því að gera 2-2 jafntefli við Svartfjallaland á föstudagskvöldið. Mikið hefur verið fjallað um rauða spjaldið sem Wayne Rooney fékk í leiknum en Neville segir að umræðan sé á villigötum. „Það sem við ættum að vera að tala um er að leikmenn sem mynda hryggjarstykkið í liðinu geta hvorki hreyft sig eða haldið boltanum,“ skrifaði hann í dálki sínum í enska dagblaðinu Mail on Sunday. „Aðalmálið er að mikilvægustu leikmenn liðsins eru bara ekki nógu góðir.“ „Það er mitt kalda mat að lið sem er með þá John Terry og Gary Cahill í vörn, Scott Parker og Gareth Barry á miðjunni og þá Darren Bent og Wayne Rooney frammi sé ekki nógu gott til að geta skákað bestu liðunum, eins og spænska landsliðinu.“ „Þetta eru margir hverjir góðir leikmenn sem við eigum en ef við setjum Rooney til hliðar búa þessir leikmenn ekki yfir miklum hraða, geta ekki skapað mikið eða nógu fjölhæfir til að spila fleiri stöður.“ England mætir Spánverjum í vináttulandsleik í næsta mánuði og segir Neville að ef spænska landsliðið muni gjörsigra þann leik hafi það slæm áhrif á hugarfar liðsins fyrir úrslitakeppni EM næsta sumar. „Leikmenn enska landsliðsins verða að trúa því að þeir geti unnið lið eins og Spánverja þegar allt gengur upp. Við eigum marga unga leikmenn sem eru fljótir, hæfileikaríkir og bera ekki þá byrði að hafa mistekist í fortíðinni. Þetta eru leikmenn eins og Chris Smalling, Kyle Walker, Phil Jones, Tom Cleverly, Alex Oxlade-Chamberlain og Danny Welbeck.“ „Capello (landsliðsþjálfari) verður að nota þessa leikmenn í blandi við eldri og reyndar leikmenn og reyna að þannig að búa til lið sem á möguleika á að vinna Spánverja. Það er nefnilega alveg ljóst að liðið sem spilaði á föstudaginn (gegn Svartfjallalandi) á engan möguleika gegn Spánverjum. Capello þarf nú að vera hugrakkur.“ Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester Untied, telur ólíklegt að England eigi möguleika á að vinna Evrópumeistaratitilinn í Póllandi og Úkraínu næsta sumar. Englendingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með því að gera 2-2 jafntefli við Svartfjallaland á föstudagskvöldið. Mikið hefur verið fjallað um rauða spjaldið sem Wayne Rooney fékk í leiknum en Neville segir að umræðan sé á villigötum. „Það sem við ættum að vera að tala um er að leikmenn sem mynda hryggjarstykkið í liðinu geta hvorki hreyft sig eða haldið boltanum,“ skrifaði hann í dálki sínum í enska dagblaðinu Mail on Sunday. „Aðalmálið er að mikilvægustu leikmenn liðsins eru bara ekki nógu góðir.“ „Það er mitt kalda mat að lið sem er með þá John Terry og Gary Cahill í vörn, Scott Parker og Gareth Barry á miðjunni og þá Darren Bent og Wayne Rooney frammi sé ekki nógu gott til að geta skákað bestu liðunum, eins og spænska landsliðinu.“ „Þetta eru margir hverjir góðir leikmenn sem við eigum en ef við setjum Rooney til hliðar búa þessir leikmenn ekki yfir miklum hraða, geta ekki skapað mikið eða nógu fjölhæfir til að spila fleiri stöður.“ England mætir Spánverjum í vináttulandsleik í næsta mánuði og segir Neville að ef spænska landsliðið muni gjörsigra þann leik hafi það slæm áhrif á hugarfar liðsins fyrir úrslitakeppni EM næsta sumar. „Leikmenn enska landsliðsins verða að trúa því að þeir geti unnið lið eins og Spánverja þegar allt gengur upp. Við eigum marga unga leikmenn sem eru fljótir, hæfileikaríkir og bera ekki þá byrði að hafa mistekist í fortíðinni. Þetta eru leikmenn eins og Chris Smalling, Kyle Walker, Phil Jones, Tom Cleverly, Alex Oxlade-Chamberlain og Danny Welbeck.“ „Capello (landsliðsþjálfari) verður að nota þessa leikmenn í blandi við eldri og reyndar leikmenn og reyna að þannig að búa til lið sem á möguleika á að vinna Spánverja. Það er nefnilega alveg ljóst að liðið sem spilaði á föstudaginn (gegn Svartfjallalandi) á engan möguleika gegn Spánverjum. Capello þarf nú að vera hugrakkur.“
Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira