Þýska stórliðið FC Bayern rak í dag þjálfarann sinn, Louis Van Gaal. Hann er rekinn degi eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Nurnberg og staða liðsins á að ná Meistaradeildarsæti er ekki nógu góð.
Van Gaal átti að hætta í sumar en forráðamenn Bayern treysta ekki lengur þjálfaranum til þess að klára tímabilið.
Jupp Heynckes tekur við liðinu í sumar en Andries Jonker, fyrrum þjálfari Willem II, mun stýra liðinu út leiktíðina þar sem Heynckes er fastur hjá Bayer Leverkusen.
Bayern rak Van Gaal
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
