Fótbolti

Ólíklegt að Kolbeinn fari til Ajax í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn í leik með U-21 liðinu í Danmörku.
Kolbeinn í leik með U-21 liðinu í Danmörku. Mynd/Anton
Hollenskir fjölmiðlar segja það ólíklegt að Kolbeinn Sigþórsson muni ganga til liðs við hollenska félagið Ajax nú í sumar. Félagið vilji ekki greiða þær fimm milljónir evra sem AZ Alkmaar vill fá fyrir hann.

Ajax hefur lagt fram tilboð í Kolbein sem AZ hefur hafnað en það var talið vera upp á 3,5 milljónir evra. Þá mun PSV Eindhoven einnig haft áhuga á Kolbeini en ekki verið reiðubúið að greiða uppsett verð.

Kolbeinn var lykilmaður í U-21 liði Íslands á EM í Danmörku og skoraði eitt mark á mótinu. Hann er 21 árs gamall og var markahæsti leikmaður AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni á nýliðinni leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×