Fótbolti

Knattspyrnumaður frá Kosta Ríku lést í umferðarslysi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marshall fagnar hér marki sínu á dögunum.
Marshall fagnar hér marki sínu á dögunum. Mynd/AP
Dennis Marshall, 25 ára varnarmaður frá Kosta Ríku og leikmaður Álaborgar í Danmörku, lést í umferðarslysi í heimalandinu í gær.

Aðeins fimm dögum áður skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark þegar að Kosta Ríka tapaði fyrir Hondúras í vítaspyrnukeppni í fjórðungsúrslitum Gold Cup-keppninnar. Úrslitaleikur keppninnar, á milli Bandaríkjanna og Mexíkó, fer fram á morgun.

Marshall er sagður hafa látist eftir að bifreið hans lenti í hörðum árekstri við jeppa á fjallavegi rétt utan San Jose, höfuðborg Kosta Ríku.

„Þetta var ungur maður sem átti bjarta framtíð. Þetta er mikið áfall fyrir okkur alla,“ sagði Ricardo La Volpe, landsliðsþjálfari Kosta Ríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×