Skrýtin ákvörðun dómara á HM í Þýskalandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2011 16:00 Bandaríkin slógu út Brasilíu á HM kvenna í knattspyrnu í gærkvöld eftir vítaspyrnukeppni. Markvörðurinn Hope Solo var hetja Bandaríkjanna en hún varði vítaspyrnuna sem gerði gæfumuninn. Hún varði einnig víti í venjulegum leiktíma sem dómari leiksins lét af einhverjum ástæðum endurtaka. Marki undir var dæmd vítaspyrna og Rachel Buehler, varnarmanni Bandaríkjanna, vikið af velli. Solo gerði sér hins vegar lítið fyrir og varð vítaspyrnu Christiane við mikinn fögnuð samherja sinna. Dómari leiksins, hin ástralska Jacqui Melksham, tók þá skrýtna ákvörðun. Eftir að leikurinn hafði haldið áfram í nokkrar sekúndur flautaði hún og fyrirskipaði að vítaspyrnan yrði tekin aftur. Aðstoðardómarinn hafði ekki lyft flaggi sínu og var kominn út að hornfána líkt og leikurinn ætti að halda áfram. Vísir hafði samband við dómara í Pepsi-deild karla sem segir aðeins tvennt koma til greina. Annnaðhvort hafi markvörður farið áberandi af línu sinni eða leikmaður varnarliðsins verið kominn inn í teig. Enn er óljóst á hvort leikbrotið Melksham dæmdi. Hope Solo fór vissulega af línu sinni en ekki meir en gengur og gerist í vítaspyrnum. Þá var varnarmaður Bandaríkjanna rétt kominn inn í teiginn þegar spyrnan reið af. Dómarar láta slíkt yfirleitt afskiptalaust nema leikmaður sé kominn þeim mun lengra inn í vítateiginn. Hugsanlegt er að fjórði dómarinn hafi gripið inn í og notað samskiptabúnað til þess að reyna að aðstoða dómara leiksins. Það gæti skýrt hvers vegna það tók Helksham svo langan tíma að taka ákvörðunina. Strangur dómur og Brasilía fékk annað tækifæri. Marta fékk það hlutverk að taka síðari spyrnuna og brást ekki bogalistin. Sendi knöttinn í sama horn. Brasilía komst yfir í framlengingu og leit allt út fyrir brasilískan sigur en manni færri jöfnuðu Bandaríkin í viðbótartíma framlengingar. Í vítakeppninni skoruðu þær bandarísku úr öllum spyrnum sínu, eina þurfti að endurtaka þar sem markvörður Brasilíu var komin langt af línunni, og sæti í undanúrslitum tryggt. Bandaríkin hefndu um leið fyrir tapið gegn Brasilíu á HM 2007. Þá vann Brasilía 4-0 sigur en Solo var sett á bekkinn fyrir leikinn. Síðan þá hafði Solo í fjórgang varið mark Bandaríkjanna gegn brasilíska liðinu og ekki fengið á sig mark, þar til í gær. Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Bandaríkin slógu út Brasilíu á HM kvenna í knattspyrnu í gærkvöld eftir vítaspyrnukeppni. Markvörðurinn Hope Solo var hetja Bandaríkjanna en hún varði vítaspyrnuna sem gerði gæfumuninn. Hún varði einnig víti í venjulegum leiktíma sem dómari leiksins lét af einhverjum ástæðum endurtaka. Marki undir var dæmd vítaspyrna og Rachel Buehler, varnarmanni Bandaríkjanna, vikið af velli. Solo gerði sér hins vegar lítið fyrir og varð vítaspyrnu Christiane við mikinn fögnuð samherja sinna. Dómari leiksins, hin ástralska Jacqui Melksham, tók þá skrýtna ákvörðun. Eftir að leikurinn hafði haldið áfram í nokkrar sekúndur flautaði hún og fyrirskipaði að vítaspyrnan yrði tekin aftur. Aðstoðardómarinn hafði ekki lyft flaggi sínu og var kominn út að hornfána líkt og leikurinn ætti að halda áfram. Vísir hafði samband við dómara í Pepsi-deild karla sem segir aðeins tvennt koma til greina. Annnaðhvort hafi markvörður farið áberandi af línu sinni eða leikmaður varnarliðsins verið kominn inn í teig. Enn er óljóst á hvort leikbrotið Melksham dæmdi. Hope Solo fór vissulega af línu sinni en ekki meir en gengur og gerist í vítaspyrnum. Þá var varnarmaður Bandaríkjanna rétt kominn inn í teiginn þegar spyrnan reið af. Dómarar láta slíkt yfirleitt afskiptalaust nema leikmaður sé kominn þeim mun lengra inn í vítateiginn. Hugsanlegt er að fjórði dómarinn hafi gripið inn í og notað samskiptabúnað til þess að reyna að aðstoða dómara leiksins. Það gæti skýrt hvers vegna það tók Helksham svo langan tíma að taka ákvörðunina. Strangur dómur og Brasilía fékk annað tækifæri. Marta fékk það hlutverk að taka síðari spyrnuna og brást ekki bogalistin. Sendi knöttinn í sama horn. Brasilía komst yfir í framlengingu og leit allt út fyrir brasilískan sigur en manni færri jöfnuðu Bandaríkin í viðbótartíma framlengingar. Í vítakeppninni skoruðu þær bandarísku úr öllum spyrnum sínu, eina þurfti að endurtaka þar sem markvörður Brasilíu var komin langt af línunni, og sæti í undanúrslitum tryggt. Bandaríkin hefndu um leið fyrir tapið gegn Brasilíu á HM 2007. Þá vann Brasilía 4-0 sigur en Solo var sett á bekkinn fyrir leikinn. Síðan þá hafði Solo í fjórgang varið mark Bandaríkjanna gegn brasilíska liðinu og ekki fengið á sig mark, þar til í gær.
Fótbolti Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira