Óskar Péturs: Andrúmsloftið betra í dag en fyrir FH-leikinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2011 16:30 Óskar Pétursson markvörður Grindvíkinga Mynd/Vilhelm Fram og Grindavík mætast í lykilleik í botnbaráttu Pepsi-deilar karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Kristján Hauksson fyrirliði Fram og Óskar Pétursson markvörður Gindavíkur eru sammála um að leikurinn sé algjör sex stiga leikur. „Ef það var einhvern tímann sex stiga leikur þá er það þessi. Menn eru vel stemmdir að ég held. Ég er það að minnsta kosti og þeir sem ég hef hitt á æfingu í gær og eftir leikinn (gegn FH). Menn eru staðráðnir í því að snúa blaðinu við,“ sagði Óskar í samtali við Vísi. Óskar var að hafa sig til fyrir leikinn þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Grindvíkingar steinlágu 7-2 gegn FH í síðustu umferð. Í kjölfarið buðu leikmenn stuðningsmönnum í grillveislu og þeir sem vildu gátu fengið miðann sinn endurgreiddan. „Andrúmsloftið er kannski ekki orðið alveg hreint. En það er betra í dag en það var fyrir FH-leikinn. Það var nú ekki hreint fyrir skellinn,“ sagði Óskar. Óskar segir að það hafi verið pirringur í hópnum. „Menn voru það en ég held að þetta sé allt að lagast og þú sérð þetta í kvöld,“ sagði Óskar. Kristján Hauksson fyrirliði Fram á enn eftir að leiða sitt lið til sigurs í deildinni í sumar. Tvö jafntefli hafa skilað tveimur stigum og liðið situr einmana á botninum með fimm stigum minna en Grindvíkingar. „Það er góð stemmningn í hópnum fyrir leikinn. Hún hefur reyndar verið góð fyrir flesta leiki þótt úrslitin hafi ekki fallið með okkur,“ sagði Kristján. Kristján segir undirbúning liðsins fyrir leikinn hafa verið hefðbundinn. Hann tekur undir með blaðamanni að um sex stiga leik sé að ræða. „Það er óhætt að segja það. Við verðum að fara að snúa við blaðinu. Þetta hefur ekki verið að falla með okkur. Við höfum ekki verið nógu góðir enda skapa menn sjálfir sína lukku. Við höfum verið að spila ágætlega í mörgum leikjum og ég hef fulla trú á að þetta komi í kvöld,“ sagði Kristján. Grindvíkingar mæta særðir til leiks eftir stórtapið gegn FH. „Ég held það sé alls ekki betra að fá þá núna. Við hugsum svo sem ekkert um þá, pælum lítið í þeim. En það hefði líklega verið betra ef síðasti leikur hjá þeim hefði verið eðlilegur,“ sagði Kristján. Leikur Fram og Grindavíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu á Boltavakt Fréttablaðsins og Vísi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Fram og Grindavík mætast í lykilleik í botnbaráttu Pepsi-deilar karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Kristján Hauksson fyrirliði Fram og Óskar Pétursson markvörður Gindavíkur eru sammála um að leikurinn sé algjör sex stiga leikur. „Ef það var einhvern tímann sex stiga leikur þá er það þessi. Menn eru vel stemmdir að ég held. Ég er það að minnsta kosti og þeir sem ég hef hitt á æfingu í gær og eftir leikinn (gegn FH). Menn eru staðráðnir í því að snúa blaðinu við,“ sagði Óskar í samtali við Vísi. Óskar var að hafa sig til fyrir leikinn þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið. Grindvíkingar steinlágu 7-2 gegn FH í síðustu umferð. Í kjölfarið buðu leikmenn stuðningsmönnum í grillveislu og þeir sem vildu gátu fengið miðann sinn endurgreiddan. „Andrúmsloftið er kannski ekki orðið alveg hreint. En það er betra í dag en það var fyrir FH-leikinn. Það var nú ekki hreint fyrir skellinn,“ sagði Óskar. Óskar segir að það hafi verið pirringur í hópnum. „Menn voru það en ég held að þetta sé allt að lagast og þú sérð þetta í kvöld,“ sagði Óskar. Kristján Hauksson fyrirliði Fram á enn eftir að leiða sitt lið til sigurs í deildinni í sumar. Tvö jafntefli hafa skilað tveimur stigum og liðið situr einmana á botninum með fimm stigum minna en Grindvíkingar. „Það er góð stemmningn í hópnum fyrir leikinn. Hún hefur reyndar verið góð fyrir flesta leiki þótt úrslitin hafi ekki fallið með okkur,“ sagði Kristján. Kristján segir undirbúning liðsins fyrir leikinn hafa verið hefðbundinn. Hann tekur undir með blaðamanni að um sex stiga leik sé að ræða. „Það er óhætt að segja það. Við verðum að fara að snúa við blaðinu. Þetta hefur ekki verið að falla með okkur. Við höfum ekki verið nógu góðir enda skapa menn sjálfir sína lukku. Við höfum verið að spila ágætlega í mörgum leikjum og ég hef fulla trú á að þetta komi í kvöld,“ sagði Kristján. Grindvíkingar mæta særðir til leiks eftir stórtapið gegn FH. „Ég held það sé alls ekki betra að fá þá núna. Við hugsum svo sem ekkert um þá, pælum lítið í þeim. En það hefði líklega verið betra ef síðasti leikur hjá þeim hefði verið eðlilegur,“ sagði Kristján. Leikur Fram og Grindavíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni textalýsingu á Boltavakt Fréttablaðsins og Vísi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira