Knattspyrnufélagið Fram hefur samið við skoska leikmanninn Steven Lennon. Lennon leikur með félaginu út leiktíðina en hann getur þó ekki leikið með liðinu fyrr en félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí.
Í frétt á heimasíðu Framara, www.fram.is, segir:
„Knattspyrnufélagið FRAM og Steven Lennon hafa komist að samkomulagi um að leikmaðurinn leiki með félaginu út leiktíðina og með möguleika á framlenginu ef vel gengur.
Steven kom ásamt öðrum skota að nafni Scott Robertson og æfðu þeir félagar með meistarflokki karla í knattspyrnu um vikulangtskeið, Steven getur bæði leikið sem sókndjarfur miðjumaður og sem framherji, Hann er eins og Alan Lowing uppalinn hjá Rangers og spilaði 3 meistaraflokksleiki með þeim en spilaði á síðasta tímabili sem lánsmaður hjá Lincoln City.
Knattspyrnufélagið FRAM býður Steven velkominn í félagið."
Fyrrverandi leikmaður Rangers til liðs við Fram
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið







Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn
